Ég hef áður nefnt ágæti þess fyrir byrjendur og lengra komna að leita til kastkennara, þó ekki væri nema til þess að fríska upp á stílinn eða leiðrétta villur sem slæðst hafa inn yfir sumarið. Haustið er tæplega sá tími sem maður hugar mest um þetta, og þó. Ég einsetti mér síðla vetrar sem leið og langt fram eftir vori að taka nokkra tíma hjá góðum kastkennara til að lagfæra ýmislegt sem ég veit að hefur ekki verið í lagi hjá mér, en nú er komið haust og ekkert varð úr þessu hjá mér. Eftir langt vor kom loksins sumar og ég kom mér aldrei til kennara. En hvað er góður kastkennari?

Sumir kastkennarar kenna þér að klemma Mogga undir handlegg, kasta naumt og hnitmiðað á meðan aðrir kenna þér að stíga fram og aftur, láta allan líkamann fylgja kastinu, kraftakast. Ég hef fengið ‚krasskúrs‘ hjá aðila sem gefur sig út fyrir að vera kastkennari, en mér dytti aldrei í hug að fara til hans á heilt námskeið. Ég harðneita því að kaststíllinn minn sé svo lélegur að það þurfi að sturta honum algjörlega niður og ég þurfi að taka upp kraftastíl sem gerir þá kröfu að ég sé dansandi skrykkdans við stöngina frá því ég tek upp og kem línunni aftur út, sem lengst. Frá fyrstu stundu hef ég hrifist af því hvernig ‚old fasion‘ enskir veiðimenn ná að leggja línuna fram í fáum, mjúkum og að því er virðist áreynslulausum köstum með nákvæmni upp á tommu, það er stíll sem mig langar að ná. Og þá komum við kannski að því hvað góður kastkennari er.

FFF (Federation of Fly Fishers) hefur unnið að því hörðum höndum að staðla kastkennslu og að því er mér virðist; skerpa á þeim skilningi að við erum öll mismunandi gerð og höfum mismunandi þarfir, jafnvel löngun til að læra mismunandi stíl. Ég játa að ég hrífst nokkuð af þessu og því hvernig þeir nálgast viðgangsefnið; ekkert eitt er rétt og ekkert er svo meitlað í stein að ekki megi breyta því. Ég vil fara til kastkennara sem getur leiðbeint mér í þá átt sem ég vil fara, ekki þá sem hann vill. Að þessu leiti er ég svo heppinn, eins og allir aðrir veiðimenn á Íslandi að við eigum núna tvo vottaða FFF flugukastkennara; Hilmar Jónsson og Börk Smára Kristinsson auk manna eins og Stefán Hjaltested sem hafa áratuga reynslu af kennslu og kunna að umbera mismunandi óskir nemenda sinna. Næsta vor ætla ég ekki bara að huga að þessu, heldur láta verða að því að fara til kennara.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.