Það er nú raunar ekki aðeins á haustin sem ‚haustvindarnir‘ blása, þannig að þessi punktur á víst líka við um aðrar árstíðir. En sama á hvaða árstíma vindurinn blæs, þá eigum við fluguveiðimennirnir nokkur ráð til að sigrast á honum:

  1. Auka hraða línunnar – Einfaldasta ráðið er að nota tví-tog (double haul) til að auka hraða línunnar því þannig náum við að skera vindinn betur. Ef þú ert í vandræðum með tví-togið þá er smá ábending hérna en svo er auðvitað alltaf hægt að hóa í vanan veiðimann eða kennara og biðja hann um að fara yfir grunninn með þér.
  2. Straumlínulagaðri flugur – Með því að nota straumlínulagaðri flugur þurfum við ekki að eiga eins mikið við loftmótstöðu og því er almennt auðveldara að koma þeim út heldur en bústnum, belgmiklum flugum.
  3. Þrengri línubogi – Þrengri línubogi gefur undir öllum kringumstæðum fyrirheit um betra/fallegra kast, sérstaklega þegar vð eigum við vind. Þrengri línubogi næst með æfingu, æfingu, æfingu og leiðsögn.
  4. Við yfirborðið –Því nær yfirborðinu sem þér tekst að kasta, því minni vindur er á ferðinni, bókstaflega. Færðu kasthornið aðeins fram á við til að ná ferlinum niður eða kastaðu undir hönd. Það er ekki öllum gefið að kasta undir hönd en það eins og annað kemur með æfingunni.
  5. Þyngri lína / taumur – Það gefur nokkuð augaleið að þyngri lína á auðveldara með að kljúfa loftmótstöðuna og því eðlilegt að menn noti þyngri línu á móti vindi. Annað ráð er að nota sömu þyng og ‚venjulega‘ en skipta yfir í hálfsökkvandi eða hraðsökkvandi línu, þær eiga auðveldara með að kljúfa vindinn heldur en hefðbundin flotlína. Fyrir þá sem ná tökum á sökkendum þá gera þeir sama gagn.
  6. Öfugt kast – Prófaðu að snúa þér undan vindi (upp að bakkanum), byggðu kastið upp eins og venjulega en láttu síðan bakkastið um að flytja línuna út á vatnið. Merkilegt nokk, þetta virkar hjá þeim sem komast upp á lagið með þetta.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.