FOS
  • Færslur
  • Flugur
    • Flugur – uppskriftir
    • Febrúarflugur
    • Úr þvingunni
    • Klassískar flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Að verka væng – dagur þrjú

    14.desember 2010
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Bara stutt í dag; Kíkti á englavængina mína og nú lítur þetta mun betur út, enginn raki og því minni hætta á skemmdum.

  • Að verka væng – dagur tvö

    13.desember 2010
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Fyrst af öllu; mér urðu á mistök í gær þegar ég stakk vængjunum í rennilásapoka í stað þess að nota bréfpoka eða lítinn pappakassa. Þegar ég vitjaði vængjanna í morgun tók ég eftir því að töluverður raki hafði safnast innan í pokanum sem betur hefði sloppið út. Auðvitað fór ég á netið og fann þá einmitt svona tilfelli sem annar grúskari hafði lent í, hann skipti all snarlega um og setti vængina í bréfpoka þannig að betur loftaði um þá. Annars hefur þetta bara farið vel af stað, kjötið hefur nú þegar skroppið verulega saman. Spennan magnast…

  • Að verka væng – dagur eitt

    12.desember 2010
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Á netinu er hægt að nálgast upplýsingar um ýmsar leiðir sem menn hafa notað við að verka fuglsham eða væng til fluguhnýtinga. Næstu dagana, og vikurnar, ætla ég að lýsa ferli sem er í gangi hjá mér við að verka vængi af rjúpum sem góður félagi minn útvegaði mér. Ferlið er ekki mitt, aðeins lýsingin á því eins og það gengur fyrir sig hjá mér. Kosturinn við að verka væng frekar en ham í heilu lagi er að það er hlutfallslega mjög lítið kjöt sem þarf að þurrka í einum væng m.v. þann fjölda fjaðra sem maður ber úr bítum.

    Smellið á myndina fyrir stærri útgáfu

    Fyrst af öllu tók ég vængina og dáðist af þeim ótal mörgu flottu fjöðrum sem einn vængur af rjúpu gefur. Litlar, vel lagaðar á innanverðum vængnum sem eru tilvaldar t.d. í kynnar á Black Ghost eða vöf á ýmsar flugur.  Stórar og þéttar á utanverðum vængnum og allt þar á milli. Auðvitað passaði ég mig á því að gæta fyllsta hreinlætis því eins og við vitum þá getur ýmiss óværa fylgt fuglum. Vopnaður latexhönskum og beittum dúkahníf skar ég vel í vöðvann sem er að öllu jöfnu næst fuglinum og fjarlægði allt kjöt sem mér var unnt án þess þó að skemma fjarðrirnar eða húðina á vængnum.

    Þar næst tók ég töluvert af grófu salti og nuddaði því vel í sárið. Ástæðan fyrir því að ég vil frekar nota salt heldur en t.d. Borax er einfaldlega sú að ég rakst á grein á netinu þar sem sagði að mönnum væri hættar við sárum fingrum við hnýtingar af fjöðrum sem kæmu af borax meðhöndluðum fugli. Saltþurrkun tekur þó lengri tíma.

    Smellið á myndina fyrir stærri útgáfu

    Að endingu tók ég vængina og stakk þeim með sárið niður í rennilásapoka (hér urðu mér á mistök, betra er að nota bréfpoka eða lítinn pappakassa, annars loftar ekki nógu vel um vænginn) og stráði vel af salti með. Sumir vilja meina að fyrst eigi að frysta vængina til að losna við mögulega óværu, en ég valdi þá leið að þurrka kjötið fyrst og frysta síðar, þ.e. þegar ég hefði náð sem mestu af kjötinu úr vængjunum. Mikilvægt er að loka pokanum vel þannig að óværan sleppi ekki út því ferlið við þurrkunina getur tekið nokkurn tíma. Hver sá tími er skýrist á næstu dögum, vonandi.

    Umfram fjöðrum sem félagi minn lét mig fá stakk ég í annan poka og beint í frystinn þar sem hann fær að dúsa í 1-2 vikur, það á víst að duga fyrir stakar fjaðrir.

    Ég leyfi ykkur svo að fylgjast með framvindunni.

  • Vinsælustu flugurnar

    10.ágúst 2010
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Ég var að leika mér aðeins með þekktan lista yfir veiðistaði og fengsælar flugur sem hægt er að kaup á flugur.is Í þessum lista sem Sigurður Pálsson tók saman eru tilgreindir 200 veiðistaðir og þær flugur sem taldar eru fengsælastar á hverjum stað. Auðvitað er þessi listi aðeins ætlaður til leiðbeiningar um fluguval á hverjum stað, en það getur líka verið gaman að skoða hann út frá öðru sjónarhorni.

    Oftast nefndu flugurnar eru:

    1. Dentist, 47 sinnum
    2. Peter Ross, 46 sinnum
    3. Watson’s Fancy, 41 sinnum
    4. Svört Frances, 39 sinnum
    5. Teal and Black, 38 sinnum
    6. Black Gnat, 37 sinnum
    7. Black Ghost, 30 sinnum
    8. Alder, 28 sinnum
    9. – 10. Blue Charm og Rauð Frances, 27 sinnum

    Samtals voru nefndar 399 flugur í þessum lista, misjafnlega margar þeirra fyrir hvern veiðistað. Miðað við nöfnin í listanum er greinilega eitthvað um liðið frá því hann var tekin saman eða endurskoðaður, en góður er hann samt.

  • Vinstri græn

    1.júlí 2010
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Vinstri græn

    Og ekki gerði þessi verri hluti í Sléttuhlíðarvatni. Vængur samsettur úr rauðri hænufjöður og marabou, rautt skegg og búkurinn (sést ekki mjög vel á mynd) vafinn úr grænu tinsel.  Skottið útbúið úr ríkulegum vöndli af fínum grænum og rauðum tinsel-strimlum.  Ekkert annað nafn kom til greina. Eggjandi, öflug og umhverfisvæn.  Tryllir letilega urriða á botni (með sökktaum) og æsir þá spræku á yfirborðinu (með flottaum).

  • Whip finish án tóla

    29.maí 2010
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Það er alltaf gott að geta reddað sér í veiði án þess að vera með hnýtingartólin með sér.  Annars hef ég aldrei notað annað en puttana við endahnútinn og ekki eru það þeir sem klikka í flugunum mínum.

«Fyrri síða
1 … 25 26 27

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2022 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

Hleð athugasemdir...
 

    • Fylgja Fylgja
      • FOS
      • Gakktu í lið með 156 áskrifendum
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Breyta vef
      • Fylgja Fylgja
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar