Fullkomin púpa lítur ákveðnum lögmálum. Hlutföllin eru nokkuð ákveðin frá náttúrunnar hendi. Takist okkur í besta falli að apa eftir náttúrunni þá erum við í góðum málum eins og Frank Sawyer með Pheasant Tail. Hlutföllin eru nánast 2/3 búkur, 1/3 thorax, hausinn nettur og skottið jafn langt búkinum. Ef við bregðum langt frá þessu, þá er nánast öruggt að við endum með óraunverulega púpu í höndunum.
