FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Skolað

    12. október 2013
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Þegar ekkert er að gerast á hinum enda línunnar verður maður að taka sig saman í andlitinu og leita skýringa. Ein nærtækasta ástæða gæftaleysis er röng fluga. Þá er ekkert annað að gera en skima eftir því sem er náttúrulega á ferli, já eða ekki lengur á ferli.

    Skolað fæði
    Skolað fæði

    Í flæðarmálinu leynast ýmsar vísbendingar um það sem fiskurinn er að éta í það og það skiptið. Myndina hér að ofan tók í við veiðivatn hér í sumar, skömmu eftir að þokkalegur stormur hafði gengið yfir. Fersk fæða lá þar í hrönnum eftir að hafa skolað á land. Frá vinstri; þrjár tegundir snigla, vatnarækja og seiði. Til að gefa smá vísbendingu um stærð, þá var seiðið rétt um 3 sm að lengd.

    En étur silungurinn þetta allt? Í þessu tilfelli er uppistaða fiskjar í þessu vatni bleikja. Ég hef svo sem ekki rekist á snigla í bleikju hingað til en þar með er ekki sagt að hún éti þá ekki. Þeir eru lindýr og leysast því mjög hratt upp í meltingarvegi fisksins. Ég hef það fyrir satt að Tékkar noti ákveðnar púpur vegna þess að þær líkjast svo mikið ákveðnum sniglum sem falla af bökkum lækja í vatnið. Því miður tókst mér ekki að finna mynd af umræddri púpu, en hún var alls ekki ósvipuð fyrstu tveimur sniglunum.

    Ég treysti mér ekki til að greina rækjuna á myndinni en fundarstaður hennar (vatnið) liggur að sjó og því ekki útilokað að rækjur slæðist inn í vatnið á stórstreymi. Þarna hefði geta komið sér vel að eiga appelsínugula marfló eins og margir nota í Hraunsfirðinum.

    Þó ég hafi hér aðeins smá sýnishorn þess sem ég fann í flæðarmálinu, þá var umfang snigla og seiða mjög mikið og greinilega ekki fæðuskortur á þessum slóðum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Nýr matseðill

    6. október 2013
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Með hækkandi meðalhita á Íslandi eykst fjölbreytileiki skordýra í náttúrunni. Sum þessara skordýra eru innflutt en aðrir eru innflytjendur upp á eigin spýtur. Það sem ég á við með þessu er að sum skordýr eru beinlínis fluttar inn í gámum af grænmeti, ávöxtum og svo því sem mörgum hrís hugur við; jarðvegi. Það er nefnilega fluttur inn töluverður massi af jarðvegi, já og sveppamassa sem í geta leynst egg og lirfur skordýra. Sum þessara skordýra eru ekki beint æskileg, hafa jafnvel valdið stórum skaða erlendis og við værum betur laus við. Má þar t.d. nefna Spánarsnigilinn sem hefur breytt úr sér nánast um allt land, garðeigendum til hryllingar. Innflytjendurnir eru aftur þeir sem berast hingað með vindum frá nálægum löndum og ekkert við því að gera. En ekki eru öll skordýr til ama. Sum þessara skordýra lenda á matseðli silungsins og því ættu þau einnig að lenda á gátlista okkar veiðimannanna. Enn sem komið er hefur stór innrás silungafæðu ekki birst hér á Íslandi, en þess getur vart verið langt að bíða ef fram fer sem horfir og við ættum að vera á tánum og vakandi fyrir nýjungum í fluguhnýtingum. Meðal áhugaverðra nýbúa á Íslandi er t.d. smávaxið fiðrildi, Birkikemba sem verðu lítið stærra en 5 mm að lengd og svo frændi hennar Birkifetinn sem getur orðið þrisvar sinnum stærri eða allt að 1,5 sm. Í sumar sem leið varð ég vitni að því þegar Birkifeti flæktist undan vindi út á Hlíðarvatn í Selvogi, bleikjunni eflaust til bragðbætis við allt mýið. Ég efast um að margir veiðimenn hér á landi eigi eftirlíkingu af Birkifeta í þurrfluguboxinu sínu.

    Birkifeti
    Birkifeti

    Áhugavert efni um nýjar tegundir á Íslandi má finna á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Galdralöpp

    24. nóvember 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Galdralöpp

    Galdralöpp eða Galdraflugan er nokkuð útbreidd um landið norðan- og vestanvert. Flugan er stærst þriggja flugna af hármýsætt sem finnast á Íslandi. Lengd hennar er um 1 sm. og vænglengd rétt þar um bil sú sama. Hinar tvær flugurnar af hármýsætt sem finnast á Íslandi eru; Þerrifluga (Þerrilöpp) og Sóttarfluga (Sóttarlöpp) sem eru öllu minni og útbreiddari sunnanlands og austan. Veiðimenn taka oft feil á þessum tegundum, enda mjög áþekkar.

    Galdraflugan er auðþekkt af rauðum fótunum sem hanga niður af henni á flugi og hefur útlit hennar skotið mörgum ungliðanum skelk í bringu þó hún sé í raun meinlítil mönnum þá mánuði sumars sem hún er á ferli, þ.e. frá júní og fram í september. Lirfur flugunnar finnast ekki í vötnum eins og t.d. rykmýs eða bitmýs. Þess í stað lifa þær í rökum jarðvegi, jafnvel innan um rotnandi jurtaleifar og oft þá í töluverðu magni á afmörkuðu svæði.

    Alþekkt er að sveiflur í stofninum séu nokkrar, e.t.v. ekki á milli ára en vel merkjanlegar yfir lengri tíma. Þegar þetta er ritað (2012) virðist sem stofninn hér á landi sé í góðri uppsveiflu og oft krökkt af flugunni á vötnum norðan heiða og á Vestfjörðum.

    Black Zulu
    Bibio – Hopper
    Black Gnat

    Ummæli

    24.11.2012 – Hilmar: Hér er Þurrfluguútgáfan:

    mbk, Hilmar

    Svar: Já, einmitt. Nú varstu aðeins á undan mér, er með færslu á döfinni þann 27. einmitt með þessari 🙂

    25.11.2012 – Hilmar: Obbosí, afsakið það. Þér er alveg frjálst að ritskoða / eyða ummælum frá mér, svo ég sé nú ekki að eyðileggja fyrir þér heilu pistlana eða færslur.

    mbk, Hilmar

    Svar: Ekki hafa neinar áhyggjur, mér er miklu meira í mun að menn láti álit sitt í ljósi, komi með leiðréttingar og láti aðeins í sér heyra. Ef einhver rekur augun í sama eða svipað efni og ég hef gert, þá er það bara staðfesting fyrir mig á því að ég sé ekki þessi ‘Palli’ sem var einn í heiminum að grúska á flugubloggum 🙂

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Vatnabobbar

    9. júlí 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Vatnabobbi

    Vatnabobbi finnst nánast í öllum vötnum á Íslandi, í óteljandi stærðum og afbrigðum. Oftast eru skeljar bobbanna frá því að vera gulhvítar yfir í það að vera móbrúnar. Ekki er óalgengt að skeljarnar taki til sín lit úr umhverfinu, svo sem rauðleitan blæ úr mýrarrauða. Stærð vatnabobba er allt frá 5 mm og upp í 25 mm. Útbreiðsla vatnabobba innan einstaka vatn getur verið mjög mismunandi. Eitt vatn getur boðið upp á kjör aðstæður fyrir vatnabobba á miklu dýpi á meðan önnur virðast snauð af bobba nema í flæðarmálinu. Fræðingar virðast ekki vera á eitt sáttir um ástæður þessa þannig að væntanlega er best að skoða sig vel um við hvert vatn og velta varlega við einstaka steinum og skima eftir þeim.

     

    Killer
    Killer – svartur
    Watson’s Fancy

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Vatnaklukka

    6. júlí 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Vatnaklukka

    Aðeins ein tegund vatnaklukku hefur fundist um allt Ísland, séu Vestfirðirnir undanskildir. Fullorðin vatnaklukka lifir í lækjum, vötnum og tjörnum. Bæði lirfan og fullorðin klukkan lifa fyrst og fremst á gróðri. Fullorðin hefur vatnaklukkan fundist frá miðjum apríl og vel fram í ágúst.  Flest bendir til að varp eigi sér stað upp úr miðju sumri, júli og ágúst. Það sama á við um vatnaklukkuna og brunnklukkuna, ekki er vitað með vissu hve stóran sess hún skipar í fæðu silungs á Íslandi.

     

    Peacock
    Killer – svartur

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Brunnklukka

    3. júlí 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Brunnklukka

    Fjórar tegundir af brunnklukkuætt finnast á Íslandi. Allar eiga þær það sameiginlegt að teljast til rándýra, bæði sem lirfur og sem klukkur. Brunnklukkan er mjög algeng um allt land og finnst í flestum vötnum, þó ekki ám og straumhörðum lækjum. Lirfa brunnklukkunnar nefnist vatnsköttur og finnast helst í júlí og ágúst. Fullvaxta klukkur finnast allt árið um kring.  Skoðanir eru mjög á reyki um það hve stóran sess klukkur skipa í fæðu fiska, en tæplega er hann þó stór þar sem viðkoma klukkna er ekki mikil í Íslenskum vötnum.

     

    Peacock
    Killer – svartur

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 2 3 4 5
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar