Jómfrúarferð í Hópið í Húnavatnssýslu. Eftir nokkra leit og svaðilfarir komum við okkur fyrir rétt austan ósa Gljúfurár. Sagan segir að í vatninu sé staðbundinn stofn bleikju og urriða, ásamt sjógöngufiski og ‘laxa von’. Laxinn var mættur og beið óþolinmóður eftir að ganga upp í Gljúfurá sem var einstaklega vatnslítil. Annar fiskur var ekki á staðnum, utan hornsíla sem týnd voru í flæðarmálinu.
Laxinn var mjög tregur og leit lengi vel ekki við neinu, hvorki spún, maðki né flugu. En á laugardaginn missti stóri bróðir einn sem stal af honum öngli og sökku með miklum látum eftir að hafa tekið hressilega. Sjálfur missti ég síðan einn af spún þannig að fisklaus fórum við úr Hópinu eftir annars mjög góða helgi í sól og blíðu. Af hverju annar fiskur var ekki sjáanlegur, veit ég ekki. Eina sem mér dettur í hug er að laxinn hafi hrakið annan fisk af svæðinu með ofsafengnum stökkum og látum fyrir framan ós Gljúfurár og meðfram bakkanum til beggja átta.
-
Hópið 23.- 25. júlí
Höfundur:
-
Kleifarvatn 17.júlí
Jú, verð að setja svona mynd á söguna því ég fékk einn mjög vænann urriða og missti annan. Stóri bróðir fékk einn líka. Betri helmingurinn kom heim með öngulinn í rassinum.Get ekki orða bundist yfir umgengni manna við vatnið. Maður er orðinn nokkuð vanur því að flækjast í girnisafgöngum og ýmsu drasli sem menn skilja eftir sig. En, að festa í plastpoka í vatninu með haus og úldnum innyflum er svolítið of mikið. Hvað í andsk….. gengur mönnum eiginlega til? Er það virkilega til of mikils mælst að menn takið með sér og komi í sorpílát því sem menn ekki éta eða vilja hirða? Fyrir utan það að henda slógi aftur í vatnið viðheldur aðeins ormi og óværu í fiskinum. Ef menn geta ekki hugsað sér að taka slóg með sér, þá er skárri kostur að urða það í móanum þannig að vargurinn komist ekki í það og beri orm og egg aftur í vatnið.
Höfundur:
-
Hlíðarvatn, Hnappadal 14.-15.júlí
Brjáluð veiði báða dagana. Vorum tvö saman (eins og venjulega) og tókum 51 stk. sem voru á bilinu 1/2 – 1 1/2 pund. Fengum leyfi hjá Guðmundi á Heggstöðum og vorum mest í víkinni vestan Sandfells. Næstum allir komu á land með spún, helst svartur Toby eða svartur og gylltur spinner. Heyrðum skýringar á skiptingu tegunda í vatninu frá staðkunnugum; urriðinn heldur sig lang mest vestan Sandfells að Álftatanga, en (stór) bleikjan heldur sig mest í dýpinu við Álftatanga og vestur í hraunið fyrir landi Hraunholts. Eitthvað minnsta vatn í vatninu sem við höfum séð, vantaði minnst 2,5 m upp á vatnshæðina.
Á leiðinni heim fórum við norður Heydal og í Haukadalsvatnið. Eftir smá skoðunartúr meðfram vatninu fundum við okkur stað fyrir fellihýsið og tjölduðum í þeirri von að strekkingsvind sem var á staðnum myndi lægja með kvöldinu. En það varð ekki. Þvert á móti, þannig að við pökkuðum saman og fórum heim með smá krókum.
Höfundur:
-
Langavatn 9.-11. júlí
Ágætis ferð í Langavatn í Borgarfirði. Tókum heim með okkur 11 þokkalegar bleikjur eftir tvo daga, ef ég tel sunnudag ekki með vegna rosalegrar rigningar (hagl) rétt fyrir síðdegisveiðina sem sendi væntanlega allan fisk niður í dýpstu dýpi það sem eftir lifði dags. Frúin prófaði fluguna, en mest veiddum við á spún (svartur Toby) og eitthvað á maðk, en ‘Vinstri græn‘ og Dentist gáfu líka. Veiddum í sandfjörunni frá ósi Beilár og til norðurs. Prófuðum líka undir Réttarmúlanum og undir hrauninu að sunnan, en hvorugt gaf.Höfundur:
-
Veltikastið – framlengt
Grundvallaratriði – veltikastið framlengt eins og The New Fly Fisher kynnir það.
Fleiri myndbrot frá The New Fly Fisher er að finna á YouTube
Höfundur:
-
Veltikastið
Grundvallaratriði – veltikastið eins og The New Fly Fisher kynnir það.
Fleiri myndbrot frá The New Fly Fisher er að finna á YouTube
Höfundur:

