Í framhaldi af boxinu mínu, fór ég í gegnum nokkrar bækur og greinar með flugu uppskriftum sem ég hef sankað að mér og setti einar 23 niður á vefinn. Þetta eru sem sagt uppskriftir og athugasemdir á 23 af 24 flugum sem ég þykist ætla að hafa í boxinu mínu á næstunni.
Uppskriftirnar eru aðgengilegar úr greininni ‘Boxið mitt’ með því að smella á nafn viðkomandi flugu. Eins má nálgast þessar uppskriftir úr valmyndinni undir Flugur / Uppskriftir.