Flýtileiðir

Dalavötnin þrjú

Það leynist ýmislegt í fórum FOS og þar á meðal eru nokkrar veiðistaðakynningar þar sem tölt er um veiðislóðir, staðhættir skoðaðir og kíkt á álitlega veiðistaði. Eftir því sem verkast vill hef ég lesið inn á þessar kynningar og tekið þær upp en ekki endilega birt þær opinberlega. Þar sem styttist í opnun fyrstu vatnanna þetta árið, þá hef ég bætt þremur kynningum inn á þrjú vatnanna sem finna má hér síðunni. Þau vötn sem hér um ræðir eru Dalavötnin þrjú sem finna má vestur á Mýrum og í Hnappadal: Langavatn, Hítarvatn og Hlíðarvatn.

Öll eiga þessi vötn það sameiginlegt að vera inni á Veiðikortinu, gott aðgengi að þeim, heimilt að tjalda við þau og eru hin ágætustu veiðivötn. Hvað er hægt að fá það betra? Jú, fara og njóta þeirra í sumar og þess sem þau hafa að bjóða í umhverfi og vonandi smá veiði.

Það er ekki loku fyrir það skotið að ég taki aðrar kynningar fyrir á næstunni og bæti þeim hér inn á síðuna eða YouTube rás FOS, en það ræðst fyrst og fremst af viðbrögðum lesenda og þeim tíma sem mér gefst til dundurs.

Senda ábendingu

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com