Engin veiði?

Það er ein spurning sem stendur upp úr þeim sem FOS.IS hafa fengið í sumar og hún er Er engin veiði þetta sumarið?  Svarið er margþætt þó það felist aðeins í einu orði; .

Jú, þrátt fyrir að sumarið hafi eiginlega varla komið fyrir utan stöku dag og dag.

Jú, og mér hefur bara gengið ágætlega í þeim ferðum sem ég hef farið.

Jú, það er slatti af fiski sem liggur í kistunni og ég skammast mín ekkert fyrir það.

Jú, en ég ákvað orðið í fyrra að halda veiðiferðum mínum út af fyrir mig og hætta að birta þær hér á vefnum.

Það hefur lengi loðað við FOS.IS að tíðni pistla fellur nokkuð hratt yfir sumarmánuðina, svo er einnig þetta árið. Með haustinu gefst mér vonandi tími til að setjast niður og setja nokkrar greinar á blað, en fram að því safna ég í reynslu- og mistakabankann sem ég vinn síðan úr þegar fyrstu frost ganga í garð.

Að tala um fyrstu frost er vitaskuld kaldhæðnisleg, þar sem ég er þegar búinn að upplifa fyrsta frostið í veiði eða var það síðasta frost síðasta vetrar? Eins og sumarið kom undan vetri (ef það gerði það þá) þá er ómögulegt að segja til um hvaða frost tilheyrði hvorum vetri. Blessunarlega hafa einhverjir dagar verið með eindæmum góðir og nú styttist í nýtt tungl sem oft færir okkur veðrabreytingar. Það væri óskandi að mánuðirnir til hausts verði langir, mildir og gjöfulir. Þar til það kemur í ljós, þá eru hér nokkrar svipmyndir úr ferðum mínum það sem af er.

2 svör við “Engin veiði?”

  1. Magnús Avatar
    Magnús

    Halló. Mig rámar í að hafa lesið flotta grein hér á fos um sjávarföll og sjóbirtingsveiði en ég finn hana ekki. Þar voru heilræði um hvenær sólarhrings sé besta vonin við ósa m.v. háflóð. Getið þið leiðbeint? Takk kærlega

    Líkar við

  2. Kristján Friðriksson Avatar

    Sæll Magnús,
    Trúlega er það sem þig rámar í grein um Ölfusárós https://fos.is/votnin/olfusaros-eyrarbakka/ þar sem ég rifjaði aðeins upp hvernig ég stundaði ósinn hér áður fyrr. Vonandi hjálpar þetta eitthvað, ef einhver önnur grein rifjast upp fyrir mér, þá læt ég þig vita.
    Bestu kveðjur,
    Kristján

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com