Óhjákvæmilega færist ákveðin ró yfir færslur hér á FOS.IS á meðan veiðitímabilið stendur sem hæst og við söfnum nýjum efnivið í sarpinn. Veiðitengdar færslur ráða för og eftir því sem vinnst bætir maður vötnum í reynslubankann, gjarnan vötnum sem maður hefur haft á stefnuskránni að heimsækja.
Eitt þeirra vatna sem hafa verið á listanum mínum er Hólmavatn á Tvídægru, þ.e. ofan Hvítársíðu í Borgarfirði. Þetta vatn hefur kunningi minn oft fært í tal við mig og mælt með að ég kannaði. Einhverju kann að þykja það bratt farið að setja vatnið hér inn á síðuna eftir aðeins eina heimsókn, en þar kemur á móti að veiðistaðir við vatnið eru þokkalega vel þekktir og þeir, ásamt flugunum koma úr viskubrunni annarra en sjálfs mín, að mestu.
Kort af vatninu og tengdan fróðleik má nú finna hér á síðunni með því að smella á myndina hér að neðan og svo auðvitað í safninu hérna.
Senda ábendingu