
Hólmavatn á Tvídægru
Á sunnanverðri Tvídægru, norðan Hallkelsstaðaheiðar er eitt þeirra vatna á Íslandi sem ber heitið Hólmavatn. Vatnið er 2,4 km2 að flatarmáli og stendur í því sem næst 360 m hæð yfir sjávarmáli. Úr vatninu fellur Skammá sem ber nafn með rentu því hún er aðeins um 440 m löng og fellur til Lambár.
Ekið er inn að vatninu eftir góðum slóða frá Þorvaldsstöðum um 6,5 km vegalengd inn að Eystri-Hvannalæk þar sem hann fellur í Hólmavatn við Hvannalækjarhól. Þaðan liggur torfær slóði til norðurs með austurbakkanum, allt norður til Skammár og áfram inn að Lambárfossi.
Í vatninu er bæði bleikja og urriði og þar má finna væna fiska af báðum tegundum.
Aðeins eru seldar 8 stangir í vatnið hverju sinni og sér Halldór Sigurðsson (s: 894-0325) á Þorvaldsstöðum um sölu veiðileyfa og veiðivörslu.
Tenglar
Flugur
Myndir
