Hólmavatn á Tvídægru

Á sunnanverðri Tvídægru, norðan Hallkelsstaðaheiðar er eitt þeirra vatna á Íslandi sem ber heitið Hólmavatn. Vatnið er 2,4 km2 að flatarmáli og stendur í því sem næst 360 m hæð yfir sjávarmáli. Úr vatninu fellur Skammá sem ber nafn með rentu því hún er aðeins um 440 m löng og fellur til Lambár.

Ekið er inn að vatninu eftir góðum slóða frá Þorvaldsstöðum um 6,5 km vegalengd inn að Eystri-Hvannalæk þar sem hann fellur í Hólmavatn við Hvannalækjarhól. Þaðan liggur torfær slóði til norðurs með austurbakkanum, allt norður til Skammár og áfram inn að Lambárfossi.

Í vatninu er bæði bleikja og urriði og þar má finna væna fiska af báðum tegundum.

Aðeins eru seldar 8 stangir í vatnið hverju sinni og sér Halldór Sigurðsson (s: 894-0325) á Þorvaldsstöðum um sölu veiðileyfa og veiðivörslu.

Tenglar

Flugur

Watson’s Fancy
Nobbler (orange)
Nobbler (olive)
Nobbler (svartur)
Kopar og brúnn
Pheasant
Peacock
Higa’s SOS

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com