Flýtileiðir

Ölfusárós – Eyrarbakka

Það hafa nokkrir spurst fyrir um Ölfusárós hér á FOS.IS og þá sérstaklega austanverðan ósinn. Þeim sem þekkja til undirritaðs kemur þetta e.t.v. ekkert á óvart í ljósi þess að ég er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka og það hefur víst komið fram að ég byrjaði mína stangveiði að töluverðu í ósi Ölfusár.

Það er þrákelkni minni um að kenna að ósinn hefur ekki fengið sinn sess hér á síðunni, þar til núna. Eftir töluvert hlé á stangveiði minni, hef ég ekki farið oft til veiða á þessar slóðir og þá sér í lagi lítið eftir að fluguveiðin varð mitt aðal áhugamál, en nú hef ég sett saman kort af ósinum og merkt inn á það þá staði sem ég heimsótti á sínum tíma.

Upplýsingarnar má nálgast með því að smella á kortið hér að neðan og vitaskuld í safninu hér á síðunni.

Að auki hef ég leyft mér að smella hér inn mynd af blaðsíðu 207 í þeirri góðu bók Sölva Björns Sigurðarsonar, Stangveiðar á Íslandi þar sem uppistaða textans er hluti míns framlags til bókarinnar og fjallar einmitt um Ölfusárósinn.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com