Flýtileiðir

Hreðavatn í Borgarfirði

Það ber stundum við að veiðimenn setja sig í samband við FOS.IS og spyrjast fyrir um hitt eða þetta vatnið, jafnvel vötn sem undirritaður hefur ekki prófað sjálfur. Nú bar svo við að okkur barst fyrirspurn í fyrra um Hreðavatn sem við gátum litlu svarað en skömmu síðar fengum við svipað erindi frá öðrum aðila. Það erindi hefur nú undið upp á sig með greinagóðum lýsingum veiðistaða og ýmsum fróðleik og kunnum við Ragnari Viðarssyni bestu þakkir fyrir.

Undirritaður hefur undanfarna mánuði legið yfir og sníkt nýlegar loftmyndir sem nýtanlegar eru til kortagerðar og nú gefur hér að líta á síðunni kort og helstu upplýsingar sem unnar hafa verið upp úr aðsendu efni Ragnars, fyrirspurnum til kunningja og loftmynd sem tekin var síðla sumars 2020. Þess ber að geta að við samanburð þessarar loftmyndar við ýmsar kortasjár sem aðgengilegar eru á netinu virðist vatnshæð Hreðavatns vera nær lágmarki heldur en meðaltali og þess ber kortið merki.

Upplýsingar um Hreðavatn má nálgast með því að smella á myndina hér að neðan og að sjálfsögðu í safninu okkar á síðunni.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com