Sauðafellsvatn – ný og spennandi paradís

Veiðifélag Landmannaafréttar hefur opnað upplýsinga- og sölusíðu fyrir nýjan og sérstaklega áhugaverðan valkost fyrir fluguveiðimenn, Sauðafellsvatn við rætur Heklu.

Það hefur legið í loftinu í nokkurn tíma að Veiðifélagið kæmi þessu vatni í sölu eftir að rannsóknir þar leiddu í ljós að urriða af Grenlækjarstofni sem sleppt var í vatnið árið 1993 hefur reytt vel af á undanförnum árum og hefur náð að fjölga sér þrátt fyrir að ekkert að- eða frárennsli sé sjáanlegt við vatnið. Svo virðist vera sem fiskurinn hafi náð að nýta sér lindir í vatninu til að viðhalda stofninum.

Veiði hefst þann 18. júní og sala fer eingöngu fram á vefsíðunni saudafellsvatn.is sem og skráning í veiðibók. Það ber að fagna því að önnur eins perla og Sauðafellsvatnið er hafi nú komið á markaðinn og þá sérstaklega að aðeins er leyfð fluguveiði. Umferð báta á vatninu er bönnuð og það ætti því ekkert að geta truflað upplifun veiðimanna í kyrrðinni við rætur Heklu. Veiðivörslu annast ferðaþjónustan Áfangar ehf. sem staðsett er í Áfangagili, skammt norðan Sauðafellsvatns.

Kort af Sauðafellsvatni á FOS.IS

Allar nánari upplýsingar um vatnið má finna á vefnum saudafellsvatn.is og hér á FOS.IS því vitaskuld hefur þessari perlu verið bætt inn í önnur vötn sem fjallað eru um hér á vefnum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com