Sauðafellsvatn

Sauðafellsvatn er nýtt og spennandi vatn í flóru vatna sem liggja á mörkum hálendisins. Þetta vatn er á forræði Veiðifélags Landmannaafréttar rétt eins og Veiðivötn og Framvötn en selt er sérstaklega í það og aðeins á vefnum saudafellsvatn.is

Vatnið er 0,6 km2 og er í 324 metra hæð yfir sjávarmáli og liggur rétt norðan Heklu við jaðar Skjólkvíahrauns. Vatnið var fisklaust fram til 1993 þegar í það var sleppt urriða af Grenlækjarstofni sem greinilega hefur náð að nýta sér lindir í vatninu til viðkomu og þannig náð að viðhalda stofninum.

Aðeins er leyfð fluguveiði í vatninu og umferð báta er bönnuð þannig að ekkert ætti að raska kyrrð og ró veiðimanna við vatnið. Umhverfi vatnsins sem minnir um margt á Veiðivötn, svartur sandur og stórbrotið umhverfi gera veiði í vatninu að upplifun sem erfitt er að toppa.

Leiðarlýsing

Aðkoma að vatninu er með ágætum en mælt er með að veiðimenn séu á aldrifsbíl því vegspottinn inn að vatninu frá Landmannaleið (F225) getur verið seinfarinn.

Veiðivörslu við vatnið annast ferðaþjónustan Áfangar ehf, sem hafa aðsetur sitt í Áfangagili, skammt norð-austan við vatnið.

Tenglar

Flugur

Nobbler (svartur)
Nobbler (orange)
Nobbler (olive)
Black Ghost

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com