Flýtileiðir

Fréttir af Febrúarflugum

Febrúarflugur eru nú á sínum fjórða degi þetta árið og undirtektirnar hafa verið hreint út sagt frábærar. Fjöldinn allur af flugum hafa komið inn á Fésbókarhópinn og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá mörg ný nöfn meðal hnýtara. Við reynum eftir föngum að uppfæra síðuna okkar hér á FOS.IS þar sem við söfnum öllum flugunum þannig að þeir sem ekki eru á Fésbókinni geti líka fylgst með. Flugurnar má sjá með því að smella hérna.

Og það eru ekki aðeins flugurnar sem streyma inn. Nýir félagar í hópnum eru nú orðnir 30 á þessum fjórum dögum og fylgjendur átaksins því að renna í 300 auk þeirra ríflega 800 sem fylgjast með á Fésbókarsíðu FOS.IS og hér á síðunni.

Rétt eins og endranær næði FOS.IS ekki langt með að veita heppnum þátttakendum viðurkenningar ef ekki væri fyrir ómetanlegan stuðning styrktaraðila átaksins. Þetta árið eru það 9 aðilar sem styðja við átakið með ýmsum hætti og meðal þeirra er Flugubúllan í Hlíðarsmára. Flugubúllan hefur stutt dyggilega við átakið á undanförnum árum og það gera þeir ennþá. Við þökkum Flugubúllunni kærlega fyrir stuðninginn.

 

Að lokum langar okkur að vekja athygli á því að í kvöld, mánudagskvöldið 4. febrúar er fyrsta hnýtingarkvöld Febrúarflugna í samstarfi við Ármenn. Félagsheimili Ármanna, Árósar opnar kl. 20:00 og það eru allri velkomnir, reyndir sem óreyndir. Of það sem meira er, gestir þurfa ekki að eiga hnýtingargræjur því það hafa verið settir upp þrír hnýtingarbásar með helstu verkfærum og efni ef áhugasamir vilja prófa. Við mælum með einföldum og gjöfulum flugum fyrir byrjendur; Peacock og Pheasant Tail, en vilji menn spreyta sig á einhverju öðru þá má alltaf fletta í hnýtingabókum Ármanna í hugmyndaleit og láta reyna á færnina.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com