Vatn vikunnar er eitt af minni vötnum Veiðivatnasvæðisins, Nýrað. Þótt vatnið renni oft saman við nágranna sinn, Rauðagíg, þá fær það nú samt að fljóta hér með undir eigin nafni. Allar upplýsingar um vatnið má nálgast með því að smella á myndina hér að neðan.

Á sama tíma í næstu viku er kominn enn einn föstudagurinn og það þýðir aðeins eitt, þá kemur enn eitt vatnið fram á síðunni.