Vatn vikunnar – Arnarpollur

Í síðustu viku hófst hér fastur liður fram til vors, Vatn vikunnar. Þá var það Hópið í Húnaþingi, en núna færum við okkur suður fyrir heiðar og kynnum eitt af mínum uppáhalds.

Smellið á myndina til að opna upplýsingar um Arnarpoll

Hér er það Arnarpollur í Veiðivötnum sem kemur fram á sjónarsviðið. Hingað til hef ég látið það nægja að vísa til þeirra korta sem hægt er að finna á heimasíðu Veiðivatna, en nú munu mín eigin kort koma hér fram með þeim upplýsingum og tenglum sem ég hef viðað að mér. Kortin eru teiknuð upp úr loftmyndum frá árunum 2015 og 2016. Örnefnum hef ég safnað úr ýmsum áttum og reynt að merkja þau samviskusamlega inn á kortin. Þar sem vafi hefur leikið á hef ég kosið að styðjast við bækur Gunnars Guðmundssonar frá Heiðarbrún, Veiðivötn á Landmannaafrétti.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.