
Þriðja vatnið sem bætist við á síðuna í þessari atrennu er Sauðlauksdalsvatn í nágrenni Patreksfjarðar. Er þá skemmtilegri veiðislóð Veiðikortsins um Dalina, Barðaströndina og vestur á Firði gerð nokkur skil á vefnum,
Sem fyrr eru lesendur beðnir um að miðla upplýsingum um fengsæla veiðistaði við vatnið, en að sögn eru þeir flestir við vestanvert vatnið.
Upplýsingar um vatnið má nálgast með því að smella hérna.