
Enn bætist við umfjöllun um veiðivötn hér á síðunni. Nú er röðin komin að Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði.
Vatnið er mörgum veiðimönnum kunnugt, en sjálfur hef ég ekki enn veitt í þessu vatni og því hef ég orðið að stóla á frásagnir annarra veiðimanna um þær flugur sem helst hafa gefið í vatninu.
Eitthvað fer lítið fyrir merktum veiðistöðum við vatnið, en hafi lesendur einhverjar upplýsingar sem þeir vilja deila, þá væru allar upplýsingar um það vel þegnar í skilaboðum eða kommentum.
Umfjöllun um vatnið má nálgast með því að smella hérna.