
Nú eru smá upplýsingar um Berufjarðarvatn sem er á milli Hríshólsháls og Hofstaðaháls við Berufjörð komnar inn á vefinn. Vatnið hefur verið inn á Veiðikortinu frá því í vor, en því miður hefur ekki farið miklum sögum eða myndum af veiði í vatninu það sem af er sumri, hverju sem það kann nú að sæta.
Í umfjöllun um vatnið má finna kort af því ásamt nokkrum tenglum, en því miður höfum við ekki fengið neinar upplýsingar um flugur sem hafa gefið í vatninu. Lesendur sem þekkja til vatnsins mættu senda okkur upplýsingar um það, flugur og helstu veiðistaði.
Upplýsingar um vatnið má nálgast með því að smella hérna.