Nú er viðburðinum okkar, Febrúarflugur 2016 lokið. Þennan febrúarmánuð bárust 390 flugur frá 40 þátttakendum sem er framar okkur björtustu vonum og óhætt að segja að markmið okkar með þessum viðburði, að gefa hnýturum kost á að sýna í boxin sín og sjá hvað aðrir eru að hnýta, hafi tekist bærilega. Formlega fylgdust 117 einstaklingar með viðburðinum auk fjölda annarra sem fylgdust sérstaklega með færslum sinna vina og kunningja.

fb_eventlogo

Vegna þessa óvænta umfangs og ábendinga um ókosti upphaflegs fyrirkomulags atkvæðagreiðslunnar, höfum við ákveðið að kalla valinkunna einstaklinga til liðs við okkur og framkvæma forval fyrir atkvæðagreiðsluna. Með öðrum orðum, fækka þeim flugum sem taka þátt í endanlegri atkvæðagreiðslu.

Eftir að hafa farið yfir þær 390 flugur sem bárust þennan mánuð er ljóst að vanda þarf til valsins og því höfum við tekið okkur frest til 3. mars að hefja atkvæðagreiðsluna. Hún mun standa í 2 sólarhringa og fara fram meðal þeirra sem lögðu fram flugur í mánuðinum. Með þessu móti komum við í veg fyrir atkvæðasmölun sem nokkrir þátttakendur hafa lýst áhyggjum yfir.

Eins og kunnugt er verða veittar viðurkenningar fyrir þrjú efstu sætin í þremur eftirtalinna flokka:

Fallegasta flugan: Sú fluga sem þykir fallegust að lögun, lit og handbragði.

Beittasta vopnið: Sú fluga sem menn hafa mesta trú á fyrir komandi sumar.

Nýliði ársins: Sú fluga sem þykir glæsilegust af frumsömdum flugum þátttakenda.

Vinningshafar verða tilkynntir á viðburðinum og hér á FOS.IS sunnudaginn 6. mars. Samband verður haft við vinningshafa með einkaskilaboðum á Facebook og vinningum komið til skila eftir því sem hentar. Skipting verðlauna má sjá með því að smella hérna.

Við þökkum öllum þeim sem lögðu fram flugur, fylgdust með og síðast en ekki síst þeim sem lögðu okkur lið við undirbúning, kynningu og útvegun viðurkenninga. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um framhald þessa viðburðar að ári, en verði svo mun fyrirkomulag hans væntanlega verða með öðru sniði en var núna.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.