Eins og fram hefur komið hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja stutt dyggilega við bakið á Febrúarflugum 2016. Vinningum á flokkana hefur verið skipt niður sem hér segir.

Beittasta vopnið: Sú fluga sem menn hafa mesta trú á fyrir komandi sumar.

febVesturrostAirflo

1. sæti: Airflo Airtec Nano 9 feta fluguveiðistöng fyrir línu 6/7 frá Vesturröst.

febTreSmidiStandur febValdemarssonBoxer febValdemarssonVífilsstaðapúpur

2. sæti: Keflis og spóluhaldari frá Tré-Smíði ásamt 16 flugu Vífó-boxi og 10 Boxer flugum frá Valdemarssonflyfishing.

febKFVatnaveidi

3. sæti: Bókin Vatnaveiði -árið um kring frá Kristjáni Friðrikssyni

Fallegasta flugan: Sú fluga sem þykir fallegust að lögun, lit og handbragði.

febVeidivon.Lamson

1.sæti: Lamson Remix 3.5 fluguhjól frá Veiðivon.

febFlextecGleraugu

2. sæti: Flextec polarized gleraugu mep 99% glampavörn frá Flextec á Íslandi.

febMisturSkinna febJoakimsBuff

3.sæti: Skinnu úr laxaroði frá Mistur og Multi Purpose Headwear frá JOAKIM’S

Nýliði ársins: Sú fluga sem þykir glæsilegust af frumsömdum flugum þátttakenda.

febJoakimsHafur febJoakimsHnytingarefni

1.sæti: Vandaður veiðiháfur úr harðviði frá JOAKIM’S ásamt úrvali af hnýtingarefni

febValdemarssonÞingvallapúpur febVeidikortidKort

2.sæti: Veiðikortið 2016 og 14 Þingvallapúpur frá Valdemarssonflyfishing.

febJoakimsFlugubox febValdemarssonBlossi

3.sæti: Flugubox frá JOAKIM’S og 10 Blossa straumflugur frá Valdemarssonflyfishing.

FOS, aðstandandi Febrúarflugna, þakkar eftirtöldum styrktaraðilum fyrir frábærar undirtektir og velvilja.