Votflugur

Áður en ég áhugi minn á fluguveiði færðist yfir í þráhyggju, komu alltaf ákveðnar flugur upp í huga mér þegar veiðiflugur bar á góma. Þið getið ímyndað ykkur hvað mér brá síðan þegar ég fór að stunda og spá í fluguveiði fyrir alvöru og sá t.d. Prince Nymph, Pheasant Tail og Nobbler. Þetta voru bara ekkert flugur eins og þær sem ég hafði alltaf í huga; Teal and Black, Watson‘s Fancy og Dunkeld. Undrun mín varð síðan ekkert minni þegar sölumaðurinn sem seldi mér fyrstu flugustöngina valdi 20 silungaflugur í box fyrir mig. Það var ekki ein einasta votfluga í boxinu; Hva, eru þessar flugur ekkert að virka hér á Íslandi? hugsaði ég með mér, þakkaði fyrir mig og lagði af stað í mína fyrstu fluguveiðiferð með úrval af púpum og kúpum og hvað þær nú hétu allar. Engin þurrfluga, engin votfluga, engin straumfluga.

Þegar ég síðan lagði leið mína í verslunina til að fá smá leiðsögn með þetta taumadót og framlengingar sem voru í pakkanum, þá skáskaut ég augun yfir flugubarinn og leitaði að svona flugu eins og þær sem ég sá alltaf í hyllingum. Nei, það bólaði bara ekki á þeim. Ég sá að vísu nokkrar straumflugur, en þær voru rosalega stórar í mínum augum, þannig að ég hélt áfram að baða púpur það sem eftir lifði sumars.

Teal & Black - Watson's Fancy - Dunkeld
Teal and Black – Watson’s Fancy – Dunkeld

Næstu jól dró ég undan jólatrénu þetta líka fína byrjendasett fyrir fluguhnýtara. Já, einmitt, þarna gaf að líta slatta af efni; öngla #10 og #12, einhverjar fjaðrir, flos og hnýtingarþráð. Í minningunni var fyrsta flugan mín frábær; vængurinn fullkominn, hausinn nettur og skottið eggjandi; Watson‘s Fancy votfluga. Ég gat ekki beðið eftir því að vorið kæmi og ég gæti prófað þessa listasmíð mína.

Grínlaust, þá geymdi ég þessa flugu langt fram á sumarið án þess að hreyfa við henni. Kannski var ég einfaldlega hræddur við að eyðileggja hana, svona viðkvæm og nett, en á endanum lét ég verða að því að setja hana undir og viti menn, rúmlega 2 punda urriði var mér hjartanlega sammála; Þetta er flott fluga og smellti sér á hana.

Nú er febrúar á næsta leiti og ég er að hugsa um að tileinka hann votflugum eins og mér finnast þær fallegastar. Nokkrar þeirra má finna hér á síðunni undir Gamlar myndirJá, Febrúarflugur eru á næsta leiti.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.