Hin árlegi Hlíðarvatnsdagur verður n.k. sunnudag, 23. ágúst. Þennan dag bjóða stangveiðifélögin við Hlíðarvatn í Selvogi gestum og gangandi að veiða frítt í vatninu á sunnudaginn til kl.17 Ef ég þekki félaga stangveiðifélaganna rétt, þá verða nokkrir þeirra á staðnum, boðnir og búnir að leiðbeina ungum sem öldnum um bestu staðina, aðferðirnar og flugurnar. Vel að merkja, leyft agn í Hlíðarvatni er fluga og spónn og skrá ber allan afla hjá einhverju félaganna áður en haldið er heim á leið að kvöldi.
Þeim sem vilja undirbúa sig fyrir helgina er bent á umfjöllun um Hlíðarvatn hér á vefnum. Kennir þar ýmissa grasa og bendi ég sérstaklega á Hlíðarvatnsbæklinginn góða.
