Smelltu til að skoða
Smelltu til að skoða

Nú hefur verið bætt töluvert við vötnin og upplýsingar um þau hér á síðunni. Allar uppfærðar upplýsingar um vötnin innihalda nú dýptarkort og flest af nýju vötnunum innihalda einnig stærri kort sem eru okkar eigin.

Það liggur alltaf töluverð vinna í að sannreyna upplýsingar sem koma fram á kortum, vefkort eru ekki alltaf áræðanleg varðandi örnefni og því hef ég reynt að sannreyna staðarheiti, veiðistaði o.s.frv. eins og unnt er skv. áræðanlegum heimildum.

Síðasta vatnið í þessari atrennu er Haukadalsvatn í Dölum. Frábært veiðivatn sem er vel þess vert að gefa aukin gaum.