
Hraunsfjarðarvatn, vestan Baulárvallavatns á Snæfellsnesi er mörgum kunnugt þótt ég hafi aldrei veitt í því. Að vísu hef ég komið að vatninu og það sló mig strax sem djúpt, djúpt og kalt. E.t.v. hefur veðrið sem þá var haft eitthvað að segja um fyrsta álit mig á því, en djúpt er það svo sannanlega og lítið um grynningar.
Hver veit nema sumarið sem nú er að spretta fram undan köldu vorinu færi mér eins og eina ferð vestur á nesið til að spreyta mig við vatnið.