
Nú í byrjun maí ættu vötnin í Svínadal að vera að koma vel til. Næstu daga munu síðan birtast hér lýsingar á hinum tveimur vötnum sem dalurinn geymir. Raunar byrjar upptalningin á því vatninu sem síðast kemur yfirleitt til á vorin, Geitabergsvatni.
Á síðunni um vatnið gefur að líta kort frá Já.is, dýptarkort Orkustofnunar, kortið hér til hliðar í mun stærri útgáfu, auk veðurupplýsinga frá Veðurstofunni og YR auk annarra gagnlegra tengla.