Flýtileiðir

Flesta dreymir

Þingvallavatn
Þingvallavatn

Núna þegar vorið er alveg á næsta leiti, dreymir veiðimenn. Enn og aftur koma fréttamiðlar mér á óvart og birta fullyrðingar um veiðimenn og drauma þeirra fyrir sumarið. Ef eitthvað er að marka fréttir síðustu vikna, þá bíð ég nú spenntur eftir því að bleyta færi í Þingvallavatni, annað hvort með skynsamlegum hætti eða fyrir einhverja tugi þúsunda. Í það minnsta má lesa sem svo að ég stefni á vatnið með það eitt í huga að krækja í fisk sem er rétt um það bil að rétta úr kútinum eftir afhroð sem hann beið eftir að hrygningarstöðvum hans í Efra-Sogi var sópað í gegnum Steingrímsstöð og niður í Úlfljótsvatn hérna um árið.

Mikið rétt, ég hef farið á Þingvöll og elst við ísaldarurriðann og ég skammast mín bara ekkert fyrir það. Að vísu er árstíminn í fréttaflutninginum ekki sá sem ég þekki, ég stefni á að skoða hann í október eins og undanfarin ár, ekki í apríl eða maí.

Ég veit ekki nákvæmlega hver fjöldi veiðimanna er sem heimsækir Þingvallavatn á ári hverju, en þeir skipta væntanlega einhverjum tugum eða hundruðum, jafnvel þúsundum. Nú er ég að tala um þá sem heimsækja Þingvallavatn innan Þjóðgarðs, ekki í einkalandi eða útleigðu opinberu landi. Í hreinskilni sagt veit ég ekki hvar allir þessir veiðimenn eru sem leggja stund á urriðaveiði í Þingvallavatni, þeir eru í það minnsta aldrei nálægir þegar ég er á staðnum. Þeir einu sem ég hef orðið var við eru rólegheita síðdegis- og helgarveiðimenn sem skreppa á Þingvöll til að ná sér í eina og eina bleikju í soðið. Hinar blóði drifnu strendur stórslátrunar urriðans hafa aldrei borið fyrir augu mér og vonandi gera þær það aldrei.

Þvert ofan í það sem fréttir hafa borið með sér og ýmsir munnhoggist yfir á spjallvefjum, þá ætla ég að leyfa mér að fullyrða að langsamlega stærstur hluti veiðimanna sem heimsækir Þingvöll ber meiri virðingu fyrir náttúrunni en svo að þeir séu að eltast við umræddan urriða. Á sömu forsendum leyfi ég mér að fullyrða að umgengni innan Þjóðgarðs tók stórstígum framförum á síðasta ári eftir sameiginlegt átak veiðimanna og Þjóðgarðsins. Og hverjar eru svo forsendurnar fyrir þessum fullyrðingum mínum? Jú, mín eigin upplifum þann tíma sem ég hef eytt á Þingvöllum á umliðnum árum. Nokkuð sem engin getur tekið frá mér og ég stefni ótrauðu á í sumar til að ná mér í eina eða fleiri bleikjur. Viltu vita hvar ég veiði þær? Kíktu þá hingað.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com