
Ég óska veiðmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Árið færði síðunni rúmlega 76.000 heimsóknir á þær 195 greinar sem ég setti hér fram. Kærar þakkir fyrir öll innlitin og ummælin sem þið létuð mér og öðrum lesendum í té á árinu.
Aflatölur ársins eru aðgengilegar hér ásamt svipmyndum frá liðnu sumri á YouTube. Fyrir þá sem hafa nýtt sér Dagatalið á síðunni, þá er 2014 klárt með hefðbundnum upplýsingum.
Hvað nýtt ár færir síðunni margar heimsóknir get ég lítið sagt til um, en sem fyrr stefni ég á reglulegar uppfærslur og nýjar greinar með svipuðu sniði og verið hefur. Því til viðbótar eru nokkrar hugmyndir að efni og efnistökum að gerjast í kollinum á mér sem vonandi skýrast þegar nýtt ár hefur gengið í garð. Hver veit nema ég gerist svo djarfur að biðla til lesenda um smá þátttöku í efnisöflun á nýju ári.









Senda ábendingu