Sumarið 2013 var mörgum veiðimönnum, þ.e. silungsveiðmönnum erfitt. Tíðarfar var heldur dapurt lengi fram eftir sumri og haustið skall snemma á okkur. Eftir því sem ég hef heyrt af mönnum má ég víst nokkuð vel við una með mína 50 fiska í því sem ég vil nú samt meina að sé lélegasta veiðisumar frá því ég byrjaði að skrá aflan með skipulögðum hætti.

ATH: hér urðu mér á þau mistök að gleyma einni ferð; Arnarvatnsheiði 15.- 16. júní þar sem frúin setti í tvo og ég í þrjá. Þar á meðal var minn stærsti sumarsins; 8 punda urriða í Austurá. Árið endaði sem sagt í 50 fiskum hjá mér sem var bróðurlega skipt 25/25 á milli urriða og bleikja. Frúin endaði í 28 stk. 19 bleikjum og 9 urriðum.
1 Athugasemd