Síðunni barst í dag bréf sem mér er skylt og einstaklega ljúft að koma á framfæri og bið hnýtara að gæta vel að:

Sælt veri fólkið.

Var að skoða vef ykkar og sá Heimasætuna mína illa til hafða og rangfærða á annars góðum og áhugaverðum vef (ætti að skoða hann oftar).
Virðingarfyllst þætti mér, að misskilningur sem hefur gengið lengi um að Heimasætan ætti að vera gyllt í vöfum er ekki rétt, hún var og er silver og hefur alltaf verið, eins er með væng þá er hann Magenta að lit. Þætti vænt um að uppskrift að Heimasætuni verði leiðrétt á vef ykkar.

Virðingarfyllst, með kveðju
Óskar Björgvinsson höfundur Heimasætunar.

Heimasætan
Heimasætan

Hér hefur undirritaður fallið í þá gildru að styðjast við uppskriftir úr annars ágætri íslenski bók um veiðiflugur og af öðrum veiðisíðum án þess að gæta að áræðanleika þeirra uppskrifta. Þykir mér þetta miður og hef vitaskuld leiðrétt uppskriftina sem um ræðir og sjá má hér. Eins og ég hef áður sagt, þá verður þessi vefur minn aldrei betri en svo að ekki sé hægt að bæta um betur. Þar koma ábendingar sem þessar að góðum notum og kann ég Óskari kærar þakkir fyrir.

Kristján Friðriksson

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.