Mögnuð fluga í sjóbleikju – Ein flottasta straumflugan í sjóbleikju og sjóbirting eru ummæli sem höfð eru um þessa flugu sem Óskar Björgvinsson hnýtti við Hofsá. Sjálfur hef ég tekið þessa og prófað sem púpu á grubber fyrir bleikju í vötnum með ágætum árangri, helst síðsumars.

Höfundur: Óskar Björgvinsson
Öngull: Legglangur 6-12
Þráður: Hvítur 6/0
Skott: Fanir úr rauðgulri gæsafjöður
Vöf: Ávalt gull Ávalt silfur
Búkur: Hvítt flos
Skegg: Fanir úr rauðgulri hænufjöður
Vængur: Hár úr ‘hot pink’ magenta íkornaskotti
Haus: Svartur með hvítum og svörtum augum.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Straumfluga 8,10Púpa á grubber 10,12  Straumfluga 6,8,10

Hér að neðan má sjá hvernig Ívar í Flugusmiðjunni fer að því að hnýta Heimasætuna:

Skilaboð frá höfundi flugunnar

Sælt veri fólkið.

Var að skoða vef ykkar og sá Heimasætuna mína illa til hafða og rangfærða á annars góðum og áhugaverðum vef (ætti að skoða hann oftar)
Virðingarfyllst þætti mér, að misskilningur sem hefur gengið lengi um að Heimasætan ætti að vera gyllt í vöfum er ekki rétt, hún var og er silver og hefur alltaf verið, eins er með væng þá er hann Magenta að lit. Þætti vænt um að uppskrift að Heimasætuni verði leiðrétt á vef ykkar.

Virðingarfyllst, með kveðju
Óskar Björgvinsson höfundur Heimasætunar.

3 Athugasemdir

  1. Sælt veri fólkið.

    Var að skoða vef ykkar og sá Heimasætuna mína illa til hafða og rangfærða á annars góðum og áhugaverðum vef (ætti að skoða hann oftar)
    Virðingarfyllst þætti mér, að misskilningur sem hefur gengið lengi um að Heimasætan ætti að vera gyllt í vöfum er ekki rétt, hún var og er silver og hefur alltaf verið, eins er með væng þá er hann Magenta að lit. Þætti vænt um að uppskrift að Heimasætuni verði leiðrétt á vef ykkar.

    Virðingarfyllst, með kveðju
    Óskar Björgvinsson höfundur Heimasætunar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.