Ég skrifa þessa ferð á daginn í dag, sunnudag, þótt við höfum í raun verið að veiða hálfan laugardag og hálfan sunnudag. Við sem sagt, renndum austur í Holtahrepp sem heitir víst orðið Ásahreppur og bönkuðum uppá að Gíslholti. Það er skemmst frá að segja að skv. venju var auðfengið leyfi til veiða, hefur að vísu hækkar frá því í fyrra, stöngin nú á 1.000 kr.

Nokkur strekkingur var á laugardaginn og vorum við hjónin því róleg við vagnin fyrir miðju vatni að sunnan, gerðum okkur e.t.v. einhverjar vonir um að hann lægði með kvöldinu, sem brást þó. Ég rölti þó fljótlega inn með vatninu til vesturs og varð fljótlega var við fisk, titti sem sóttu stíft í Pheasant. Ekki kom þó fiskur á fyrr en aflaklóin mætti á staðinn og brá sömu flugu undir og fékk urriða. Ekki stór, en hirtur þó. Á meðan gafst ég upp á sífelldu narti og setti Higa’s SOS undir og fékk þessa líka…… rosalega litlu bleikju sem fékk líf. Eitthvað fór hungrið að segja til sín fyrr en venjulega þannig að við röltum okkur aftur inn að vagni og byrjuðum að hita grillið. Á meðan smellti frúin maðki undir flot og henti út til að hafa eitthvað annað en dásamlegt útsýnið til að glápa á. Og viti menn, fyrsti alvöru fiskurinn, rúmlega punds urriði gerði sér ánamaðk að góðu af hlaðborði Tótu.

Eftir kvöldmat reyndum við aðeins fyrir okkur í Vestra Gíslholtsvatni, kannski meira svona til að sval forvitninni, en urðum ekki vör við fisk. Reyndar vorum við búin að heyra það frá ábúanda Gíslholtsvatns að vatnið gæfi stóra, mjög stóra fiska, en þeir væru heldur  liðfærri en í Austara vatninu og ekki alltaf auðvelt að hitta á þá.

Sunnudagurinn rann upp og stóð undir nafni. Glampandi sól og heldur stilltara heldur en á laugardaginn. Með morgunkaffinu fékkst enn einn urriðinn á maðk sem frúin vill endilega að verði skrifaður á mig þar sem ég henti flotinu út fyrir hana. Fiskurinn lét mikið til sín taka þarna undir bakkanum hjá okkur, svo mjög að við gáfumst upp og smelltum okkur í vöðlurnar og létum vaða. Ég verð nú að viðurkenna að þegar ég var búinn að fá enn einn bleikjutittinn á Pólskan Pheasant varð mér hugsað til ferðar okkar hjóna í vatnið í fyrra. Ég er bara ekki að smella með þessu vatni. Frúin æfði viðbragðsflýti með þurrflugu og uppskar heilmikla æfingu þar til þokkaleg bleikja sat loks föst. Eftir piknik í hádeginu röltum við aftur vestur með bakkanum og ég ákvað að láta Pheasant alveg vera, hann færði mér bara titti, og setti Higa’s SOS undir. Já, takk fleiri tittir. Ég sem sagt fékk ekki einn einasta fisk sem ég hirti á flugu í þessari ferð. Konan hirti tvo og svo þessir tveir á maðkinn.

Við höfðum spurnir af því að vatnið hefði komið afskaplega hægt til þetta sumarið, mun síðar en í fyrra. Það munar reyndar tæpum mánuði á ferð okkar í ár og í fyrra. Í fyrra var töluverður gróður komin til í vatninu á löngum kafla meðfram suðurbakkanum, en í ár, mánuði síðar, var þar nánast ekki stingandi strá/stör. Það er svolítið sláandi að sjá það svona berlega hve vorið hefur verið okkur kalt þetta árið.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 2 / 5 2 / 7 / 1 5 / 11 21

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.