Stundum fellur maður alveg flatur fyrir flugum sem dúkka upp á netinu. Þannig er því farið með mig og þessa flugu Spencer Higa.

Í hnýtingarleiðbeiningum og umfjöllun á netinu er mælt með þessari flugu í stærðum 16-20 en ég hef prófað að hnýta hana alveg upp í #10 og hún kemur virkilega vel út.

Hvað það er sem kveikir í manni gagnvart þessari flugu veit ég ekki, kannski bara hvað hún ber mikinn keim af Mýslu Gylfa Kristjánssonar nema að þessi er svolítið flugulegri heldur en Mýsla.

Frá því þessi fluga kom fyrst fram hafa margir spreytt sig á litavali í hana, sjálfur hef ég snúið henni við þannig að rautt verður svart, svart verður rautt og silfrað verður gyllt. Þannig veiðir hún ekkert síður.

Höfundur: Spencer Higa
Öngull: Grupper 10 – 20
Þráður: Svartur 6/0
Skott: Svört fasanafjöður / önd
Vöf: Silfurvír
Bak: Rautt floss
Kragi: Svart dub (t.d. Hareline Ice Dub)
Haus: Silfurkúla

Þess ber að geta að sumir hnýtarar hafa laumað á fluguna vængstubb úr hvítri- og svart dröfnóttri fjöður og fest hann fyrir framan kraga.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10 – 20 10 – 20

Ummæli

19.02.2013 – Ingimundur BergssonÞessi er verulega smart og á eflaust eftir að svínvirka í sumar. Takk fyrir að deila þessarri :-)

7 Athugasemdir

  1. Já mikið skelfing er þessi fín. Verð að hnýta hana þessa. Takk fyrir að deild þessu með okkur, en ég er einn þeirra sem hef reglulega kíkt við hjá þér … án þess að þakka nógsamlega fyrir mig. Takk takk.

  2. Þessi er verulega smart og á eflaust eftir að svínvirka í sumar.

    Takk fyrir að deila þessarri 🙂

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.