Sú fluga sem kom mér mest á óvart árið 2012, Higa’s SOS. Það var í lok árs 2011 að ég rakst á skemmtilega grein um þessa sára einföldu flugu sem gert hafði góða hluti vestan hafs þá um árið. Eftir að hafa prófað að hnýta kvikindið setti ég uppskriftina að henni hingað á síðuna og reyndi hana svo fyrir alvöru s.l. sumar. Í sem fæstum orðum; stórkostleg fluga sem ég veit að fleiri hafa prófað með mjög góðum árangri.
Þó upprunalega uppskriftin nefni silfurkúlu, þá hef ég látið það eftir veiðifélaga mínum að setja á hana svarta kúlu fyrir næsta sumar. Það kemur síðan í ljós hvor virkar betur, silfur eða svört. Ég fer ekki í veiði án þessarar flugu í stærðunum #10 – #16 og nú er búið að fylla á tvö box af þessu undrakvikindi.

Ummæli
Ingó – 10.02.2013: Ég hnýtti haug af þessari síðasta vetur og hún gaf ótrúlega vel í Þingvallavatni eftir miðjan júní. Þá virtist engu máli skipta hvort hún var hnýtt með vængstubb úr glitþræði eða ekki. Spennandi að sjá hvort bleikjan tekur hana jafnt grimmt næsta sumar eða hvort hún verður komin úr tísku Ingó
Palli G. – 13.02.2013: Þessari verður klárlega bætt í rotation-ið.
Senda ábendingu