Náskyldur ættingi Pheasant Tail, Pheasant, er alltaf í boxum okkar hjóna. Til að byrja með var hann aðeins í mínu boxi, en fljótlega fluttu nokkrir þeirra sig um í set í box frúarinnar og hafa átt fasta búsetu þar síðan, nánast lögheimili. Afskaplega einfaldur í hnýtingu og líkt og náfrændi hans, Pheasant Tail dugir hann undir ýmsum kringumstæðum. Ég hnýti hann í stærðum; 8, 10, 12, 14 og 16, bæði á beina króka og grubber. Það eru einhverjar tiktúrur í mér að hnýta hann aðeins með koparkúlu og byggja örlítið undir fjaðrirnar næst hausnum með brúnu ullargarni. Það hefur kannski ekkert að segja, en þannig líður mér betur með hann.
