Meðalfellsvatn

Meðalfellsvatnið er trúlega eitt þeirra vatna sem vakna fyrst til lífsins á vorin og því sjálfkrafa eitt vinsælasta vatnið í nágrenni Reykjavíkur. Þar hjálpar eflaust til að það er aðeins 46 m.y.s. Vatnið er ríflega 2 ferkílómetrar að flatarmáli og mesta dýpi þess 18,5 m utan við ósa Sandsár sem rennur í vatnið að suðaustan. Önnur á, Flekkudalsá rennur í vatnið við Grjóteyrartanga að sunnan. Úr vatninu rennur Bugða að vestan.

Margir ágætir veiðistaðir eru við vatnið sem gefa bæði bleikju og urriða.  Fiskurinn er almennt þó frekar smár, fátítt að menn taki stærri fiska en 2-3 pund.

Góðir veiðistaðir að vori eru undan Grástein og Skógum undir suðvestur hlíðinni sem og við ósa Sandsár. Þegar líða fer á sumarið dreifist veiðin nokkuð mikið um vatnið og gefa flestir staðir álíka vel.

Þess ber að geta að vatnið er nú aftur komið inn á Veiðikortið eftir stutta fjarveru.

Tenglar

Flugur

Nobbler (orange)
Killer (svartur)
Blóðormur
Pólskur Pheasant Tail
Buzzer
Watson’s Fancy
Krókurinn
Peacock
Bleik og blá (púpa)
Heimasætan (púpa)

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com