FOS
  • Febrúarflugur
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Langavatn, 27. ágúst

    28. ágúst 2011
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Jæja, ekki varð dagsferð veiðifélagsins nein frægðarför, en ágæt samt. Í stuttu máli; fjórar bleikjur á land, tvær hjá kvennadeild Mosó á maðk (eins ræfilslegan og unnt var) og sitt hvor hjá okkur hjónunum, Héraeyra og Dentist þ.e. flugurnar ekki við hjónin. Vorum staðsett vestan við vatnið, nærri útfalli Langár og skimuðum allt svæðið frá útfalli og inn að syðri enda Langavatnsmúla. Hvorki smár né stór urriði lét sjá sig þannig að alvöru tilraunaveiði með hrognaflugur verður að bíða betri tíma. Áhrif vatnsmiðlunar í Langá og þar með lífríkið í vatninu voru nokkuð sláandi, yfirborðið hefur lækkað um hátt á annan metra frá því að við voru við vatnið í lok júlí enda vatni veitt ótæpilega í ánna. Slíkar sveiflur í vatnshæð verða eflaust til þess að fiskurinn færir sig um set og velur sér síður hentug búsvæði heldur en ella. Kjörlendi stórurriða og kuðungableikju stóðu nánast á þurru og maður fer að hallast að því að ‘Langavatn var eyðilagt með vatnsmiðlunarstíflunni’ eins og kemur fram í Stangaveiðihandbókinni 2.bindi, bls.95 .

    Smá uppfærsla á leiðarlýsinguna inn að vatninu að vestan; án fellihýsis vorum við ekki nema 40 mín. frá Fjallgirðingunni inn að vatninu. Munaði þar mestu um að búið er að lagfæra veginn á verstu köflunum ofan við vaðið á Langá. Væntanlega hefur veiðifélagið annast þessar lagfæringar þar sem slóðinn þjónar veiðistöðum 81 og uppúr.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Langavatn, Borgarbyggð 30.-31.júlí

    1. ágúst 2011
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Þrátt fyrir frekar óheppilega veðurspá ákvaðum við hjónin að skreppa í Langavatnið á laugardaginn. Eitthvað lét ævintýraþráin á sér kræla þannig að við ákváðum að prófa vatnið að vestan í þetta skiptið, nokkuð sem okkur hefur langar í töluverðan tíma. Fyrir þá sem hug hafa á þessari leið, þá eru hér helstu tölur og lýsingar. Frá Borgnesi að afleggjaranum að Grímsstöðum [535] eru 9 km. Næstu 13 km. eru eftir [535] og inn á [536] að Grenjum þar sem beygt er inn á slóða við Fjallahlið. Frá hliðinu, meðfram Langá, framhjá Sandvatni og inn að stíflu við Langavatn eru síðan 11 km. eftir mis lélegum slóða þar sem skiptast á brekkur, óræstir lækir með nokkuð krappri aðkomu. 4×4 vegur þar sem lágadrifið kom sér vel með fellihýsið í eftirdragi. Þessi síðasti spotti tók 1 klst. í akstri.

    Smelltu fyrir stærri mynd

    Langavatn tók á móti okkur með blíðu sem hvergi var getið í veðurspá og við þóttumst himinn höndum tekið, en fljótlega gekk þó á með skúrum og nokkrum vindi þannig að flugu varð vart komið út.

    Sunnudagurinn rann upp með töluverðum blæstri og ljóst að ef við ætluðum að krækja í einhvern fisk yrðum við að taka fram kaststangir og spún sem við og gerðum. Eftir nokkurn barning varð ég var við einhvern óróa á spúninum sem reyndist vera 15 sm. ungviði sem kokgleypti þríkrækjuna þannig að honum varð ekki hugað líf. Eitthvað dró þetta úr áhuga mínum en hélt þó áfram.

    Smelltu fyrir stærri mynd

    Næsta taka var heldur hressilegri, ákveðið, þungt og tekið vel út af hjólinu, bremsan sett á. Eftir 5 mín. sýndi fiskurinn sig og fór ég þá með bænirnar mínar að 6 punda girnið mitt héldi. Næstu 5-10 mín. fóru síðan í að skiptast á inndrætti og eftirgjöf á bremsu sem lauk með því að á land kom þessi líka flotti urriði, 8 pund og 65 sm. Nokkru síðar setti konan í smábleikju sem fékk líf og þar á eftir tók ég eina rúmlega pund.

    Um kvöldið gáfum við upp alla von að vindinn, sem hafði aukist verulega lægði eitthvað, tókum saman og fikruðum okkur heim á leið. Hvorugt alveg sátt við að fara að svo komnu máli því við sáum til fleiri bolta urriða á svæðinu og hefðum gjarnan viljað spreyta okkur við þá með flugu. Já, talandi um flugu. Þegar lygndi var nóg af flugu á svæðinu og ég fékk eins og venjulega að kenna á því. Í þetta skiptið hefði ég getað leikið staðgengil Rocky með bólgið auga eins og eftir hnefaleikakeppni. Já, það er til einhvers að telja upp öll möguleg ráð gegn flugnabiti og gleyma svo öllu draslinu heima.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Langavatn 8.- 10.júlí

    10. júlí 2011
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Næstum upp á sömu daga og í fyrra, brá veiðifélagið sér í Langavatn (sjá ferð 9.-11.júli 2010) og gerði bara ágætan túr. Vatnið er alveg að smella í gang, lífríkið að kvikna og fiskurinn að færa sig upp úr dýpinu. Í þetta skiptið komum við okkur fyrir á ströndinni undir sæluhúsinu við Réttarmúla, en hreint ekki á sama stað og 21.ágúst í fyrra því þá hefðum við þurft að draga vagnana með bátum. Vatnið kemur sem sagt vel inn í sumarið, í það minnsta 1 metra hærra í því en í fyrra, spá-ný brú yfir Beilá og mikið búið að gera við veginn þarna upp eftir. Töluvert af  fiski á ferðinni, mikið af smárri bleikjur og Murtu, en einnig vænar bleikjur á bilinu 1-2 pund, þar af 4 sem lentu í kæliboxinu hjá Reykjavíkur deildinni og 3 hjá Mosó. Reykjavíkur deildin tók alla sína á ofvaxinn Peacock, en Mosó á maðk. Allri Murtu og litlum tittum sleppt, eitthvað á bilinu 8-10 stk.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Langavatn 21.ág.

    22. ágúst 2010
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Það var ein lítil 1/2 punda bleikja sem forðaði því að hér yrði öngull í rassi enn eitt skiptið. Af okkur fjórum sem börðum Langavatn frá morgni til kvölds í strekkings vindi og úrkomu á köflum, var ég sá eini sem einhvern fisk fékk. Prófuðum undir Réttarmúlanum alveg frá Beilárvöllum og út fyrir víkina undir sæluhúsinu en ekkert gekk. Ekki litið við maðk, spún né flugum. Upp úr hádegi rölti ég Beilárvellina inn að Klifi og þar varð ég loksins var við fisk beint á móti vindi. Reyndum síðan aftur rétt fyrir ljósaskiptin undir Klifi, vel á móti vindi ef ske kynni að bleikjan væri í æti í öldurótinu, en ekkert gekk. Kannski er fiskurinn farinn inn að Langavatnsárós í hryggningu? Finnst það samt full snemmt svona upp úr miðjum ágúst.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Langavatn 9.-11. júlí

    12. júlí 2010
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Ágætis ferð í Langavatn í Borgarfirði.  Tókum heim með okkur 11 þokkalegar bleikjur eftir tvo daga, ef ég tel sunnudag ekki með vegna rosalegrar rigningar (hagl) rétt fyrir síðdegisveiðina sem sendi væntanlega allan fisk niður í dýpstu dýpi það sem eftir lifði dags. Frúin prófaði fluguna, en mest veiddum við á spún (svartur Toby) og eitthvað á maðk, en ‘Vinstri græn‘ og Dentist gáfu líka. Veiddum í sandfjörunni frá ósi Beilár og til norðurs. Prófuðum líka undir Réttarmúlanum og undir hrauninu að sunnan, en hvorugt gaf.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 2 3

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar