Langavatn, 27. ágúst

Jæja, ekki varð dagsferð veiðifélagsins nein frægðarför, en ágæt samt. Í stuttu máli; fjórar bleikjur á land, tvær hjá kvennadeild Mosó á maðk (eins ræfilslegan og unnt var) og sitt hvor hjá okkur hjónunum, Héraeyra og Dentist þ.e. flugurnar ekki við hjónin. Vorum staðsett vestan við vatnið, nærri útfalli Langár og skimuðum allt svæðið frá útfalli og inn að syðri enda Langavatnsmúla. Hvorki smár né stór urriði lét sjá sig þannig að alvöru tilraunaveiði með hrognaflugur verður að bíða betri tíma. Áhrif vatnsmiðlunar í Langá og þar með lífríkið í vatninu voru nokkuð sláandi, yfirborðið hefur lækkað um hátt á annan metra frá því að við voru við vatnið í lok júlí enda vatni veitt ótæpilega í ánna. Slíkar sveiflur í vatnshæð verða eflaust til þess að fiskurinn færir sig um set og velur sér síður hentug búsvæði heldur en ella. Kjörlendi stórurriða og kuðungableikju stóðu nánast á þurru og maður fer að hallast að því að ‘Langavatn var eyðilagt með vatnsmiðlunarstíflunni’ eins og kemur fram í Stangaveiðihandbókinni 2.bindi, bls.95 .

Smá uppfærsla á leiðarlýsinguna inn að vatninu að vestan; án fellihýsis vorum við ekki nema 40 mín. frá Fjallgirðingunni inn að vatninu. Munaði þar mestu um að búið er að lagfæra veginn á verstu köflunum ofan við vaðið á Langá. Væntanlega hefur veiðifélagið annast þessar lagfæringar þar sem slóðinn þjónar veiðistöðum 81 og uppúr.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.