Langavatn, Borgarbyggð 30.-31.júlí

Þrátt fyrir frekar óheppilega veðurspá ákvaðum við hjónin að skreppa í Langavatnið á laugardaginn. Eitthvað lét ævintýraþráin á sér kræla þannig að við ákváðum að prófa vatnið að vestan í þetta skiptið, nokkuð sem okkur hefur langar í töluverðan tíma. Fyrir þá sem hug hafa á þessari leið, þá eru hér helstu tölur og lýsingar. Frá Borgnesi að afleggjaranum að Grímsstöðum [535] eru 9 km. Næstu 13 km. eru eftir [535] og inn á [536] að Grenjum þar sem beygt er inn á slóða við Fjallahlið. Frá hliðinu, meðfram Langá, framhjá Sandvatni og inn að stíflu við Langavatn eru síðan 11 km. eftir mis lélegum slóða þar sem skiptast á brekkur, óræstir lækir með nokkuð krappri aðkomu. 4×4 vegur þar sem lágadrifið kom sér vel með fellihýsið í eftirdragi. Þessi síðasti spotti tók 1 klst. í akstri.

Smelltu fyrir stærri mynd

Langavatn tók á móti okkur með blíðu sem hvergi var getið í veðurspá og við þóttumst himinn höndum tekið, en fljótlega gekk þó á með skúrum og nokkrum vindi þannig að flugu varð vart komið út.

Sunnudagurinn rann upp með töluverðum blæstri og ljóst að ef við ætluðum að krækja í einhvern fisk yrðum við að taka fram kaststangir og spún sem við og gerðum. Eftir nokkurn barning varð ég var við einhvern óróa á spúninum sem reyndist vera 15 sm. ungviði sem kokgleypti þríkrækjuna þannig að honum varð ekki hugað líf. Eitthvað dró þetta úr áhuga mínum en hélt þó áfram.

Smelltu fyrir stærri mynd

Næsta taka var heldur hressilegri, ákveðið, þungt og tekið vel út af hjólinu, bremsan sett á. Eftir 5 mín. sýndi fiskurinn sig og fór ég þá með bænirnar mínar að 6 punda girnið mitt héldi. Næstu 5-10 mín. fóru síðan í að skiptast á inndrætti og eftirgjöf á bremsu sem lauk með því að á land kom þessi líka flotti urriði, 8 pund og 65 sm. Nokkru síðar setti konan í smábleikju sem fékk líf og þar á eftir tók ég eina rúmlega pund.

Um kvöldið gáfum við upp alla von að vindinn, sem hafði aukist verulega lægði eitthvað, tókum saman og fikruðum okkur heim á leið. Hvorugt alveg sátt við að fara að svo komnu máli því við sáum til fleiri bolta urriða á svæðinu og hefðum gjarnan viljað spreyta okkur við þá með flugu. Já, talandi um flugu. Þegar lygndi var nóg af flugu á svæðinu og ég fékk eins og venjulega að kenna á því. Í þetta skiptið hefði ég getað leikið staðgengil Rocky með bólgið auga eins og eftir hnefaleikakeppni. Já, það er til einhvers að telja upp öll möguleg ráð gegn flugnabiti og gleyma svo öllu draslinu heima.

2 svör við “Langavatn, Borgarbyggð 30.-31.júlí”

  1. Gleðilegt nýtt veiðiár « FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

    […] Auðvitað verð ég síðan að geta þess stærsta sem kom á land á árinu, 8 pund 65 sm. í Langavatni í lok júlí. […]

    Líkar við

  2. Langavatn – 16. ágúst 2019 – FOS Avatar

    […] aðstæðum og stórum urriða að eltast við síli frá því fyrir nokkrum árum síðan, sjá hér. Þegar við vorum komin til baka í vagninn, klæddi ég mig því og tölti niður að vatninu. […]

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.