FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Lokaður og niðursveigður

    25. febrúar 2017
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Nú fer ég alveg að hvíla lesendur af grúskinu mínu um vængi á votflugum, bara einn í viðbót. Þegar ég renndi í gegnum boxið mitt voru nokkrar svona flugur inni á milli; niðursveigður, lokaður vængur og það kæmi mér ekkert á óvart að svona vængir leynist í mörgum boxum veiðimanna.

    Lokaður vængur, niðursveigður endi
    Lokaður vængur, niðursveigður endi

    Enn og aftur vitna ég í Don Bastian og grein hans frá 2010 í Hatches Magazine. Þar segir Don frá ástríðu Dave Hughes fyrir þessum flugum. Það eitt, að hann hnýti sínar votflugur svona er mér næg ástæða til að halda áfram að nota mínar. Ein af mínum uppáhalds bókum, þ.e. það sem ég hef komist yfir af efni úr henni, er Essential Trout Flies sem hefur komið út í nokkrum upplögum frá árinu 2000 og nú síðast sem rafbók fyrir Kindle.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hið appelsínugula sumar

    22. febrúar 2017
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Fyrstu fiskarnir í vor sem leið tóku nokkuð hefðbundnar flugur sem virka í köldu vatni. Mjósleginn Mobuto og mjónur með rauðu ívafi voru greinilega eitthvað sem líktust því æti sem var á ferðinni. Þetta ætti svo sem ekkert að koma á óvart, það eru ekkert endilega fullvaxta flugur sem boðið er upp á snemma vors. Á sama tíma voru Black Pennell og Teal and Black að gefa öðrum veiðimönnum fisk og svo auðvitað heimalningurinn í Selvoginum, Peacock.

    Örmagna UV Nobbler eftir sumarið og Peacock #16
    Örmagna UV Nobbler eftir sumarið og Peacock #16

    Þegar fjör fór að færast í fiskinn, bæði urriða og bleikju, var eins og hálfgert kapphlaup hæfist á milli Peacock með orange skotti og stutts orange Nobblers. Og viti menn, þar sem þessum tveimur tókst að stimpla sig fljótlega inn, þá voru þær alltaf framarlega í boxinu í sumar og þar með oftast á meðal fyrsta vals það sem eftir lifði sumars. Þær flugur sem oftast eru reyndar enda vitaskuld með því að verða þær veiðnustu, svo einfalt er það. Þannig trúlega varð þetta eiginlega sumar hins stutta orange Nobblers.

    Ekki dró úr áhuga fisksins á Nobbler eftir að ég brá út af vananum og hnýtti nokkra úr UV Straggle frá Veniard í stað hefðbundins undirlags og hringvafs. Þá varð þessi fluga einfaldlega bráðdrepandi, bæði í urriða og bleikju. Vel að merkja, umræddur Nobbler er stuttur, afskaplega stuttur og lítill. Ég að tala um að hnýta hann á stuttan púpukrók #12 eða #14, stundum #10 ef ég hef ekki trú á þeim sérlega litlu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Baksýnisspegill

    20. febrúar 2017
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Yfirleitt er það nú þannig að þegar maður hnýtir flugur, þá snýr sama hlið hennar að manni 90% tímans. Engu að síður er nauðsynlegt að horfa á fluguna frá fleiri sjónarhornum, sjá hvernig skeggið lítur út neðan frá, vængurinn að ofan og skoða sitt lítið af öðru. Ég hef meira að segja verið að temja mér að skoða fluguna að aftan, jafnvel kíkja uppundir hana, en það er önnur saga.

    Stækkunarspegill á kantinum
    Stækkunarspegill á kantinum

    Þeir sem eiga hnýtingarþvingu sem hægt er að snúa á alla kanta (rotating vise) ættu því að nýta sér tólið til fullnustu og snúa flugunni á alla kanta til að skoða áferðina, þó ekki væri nema til að dást að henni. Þeir sem eru ekki svo vel settir að eiga svona hnýtingarþvingu verða að losa fluguna úr þvingunni eða það sem er mun einfaldara, vera með snyrtispegil við höndina og bregða honum á bak við fluguna, undir hana og aftanvið. Þá þurfa þeir ekki að losa fluguna ef svo ólíklega vildi til að eitthvað þurfi að lagfæra. Það er ekki verra ef spegillinn er tvöfaldur, þ.e. venjulegur öðru megin og með stækkun hinu megin, þá sér maður öll smáatriðin betur.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Opinn og niðursveigður

    18. febrúar 2017
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Enn held ég áfram grúskinu um vængi votflugna. Í síðustu viku nefndi ég rök Don Bastian fyrir opnum, uppsveigðum væng og að ég hefði fundið nokkrar slíkar í boxinu mínu. En ég fann fleiri tegundir. Með hliðsjón af ráðleggingum góðs vinar míns um niðursveigðan væng fyrir vatnaveiði, þá voru flestar þeirra þannig hnýttar og það sem meira er, vængurinn var yfirleitt örlítið opinn.

    Opinn vængur, niðursveigður endi
    Opinn vængur, niðursveigður endi

    Að þessu leiti fellur smekkur okkar félaganna greinilega vel að uppáhalds flugum J. Edson Leonard, enn eins votfluguspekingsins. Eftir hann liggja nokkrar frábærar bækur og blaðagreinar um flugur, hnýtingar og fluguveiði. Ef einhver hrasar um eina slíka, endilega nælið ykkur í hana og skoðið, þið verðið ekki sviknir.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Það brennur

    17. febrúar 2017
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Það er sterkur steikingarþefur í eldhúsinu og það fer ekki framhjá nokkrum manni á heimilinu að það er verið að steikja kleinur. Kokkurinn er með allar græjur við höndina; eldvarnarteppi og lok á pottinn ef illa fer og feiti slettist á heita helluna eða hitnar um of í kolunum. Skyndilega eykst þefurinn verulega og reyk tekur að leggja um allt eldhúsið. Dettur einhverjum í hug að kokkurinn skjótist þá yfir í næsta herbergi, opni alla skápa upp á gátt í örvæntingarfullri leit að orsök reykjarins? Nei, auðvitað ekki, hann tekur eldvarnarteppið og lokið og kæfir eldinn sem hefur gripið um sig í feitinni. Það þarf ekki að leita að upptökum elds í stofunni þegar allt stendur í björtu báli í eldhúsinu.

    Þess þá heldur væri það óðs manns æði að ætla fyrst að bjarga kleinunum úr pottinum og loka honum að því loknu. Til þess að heimilið brenni ekki til kaldra kola, þá er forgangsatriði að slökkva eldinn og það gerir maður ekki með því að kalla til eldvarnareftirlitið eða velta sér upp úr spekúlasjónum um skipulag brunavarna eða möguleg upptök elds hjá nágrannanum á meðan reyk leggur um eigið hús.

    Lock Ainort - © geograph.org.uk
    Loch Ainort – © geograph.org.uk

    Mér, sem leikmanni, virðist sem ótrúlegum tíma hafi verið varið til lítils frá því um mitt síðasta sumar þegar fyrstu vísbendingar komu fram um strok regnbogasilungs á Vestfjörðum. Halló, regnbogasilungur hefur verið að veiðast í ám og lækjum um vestanvert landið frá miðju sumri og heilu göngurnar hafa sést utan kvía í Önundarfirði. Þetta hljómar í mín eyru eins og ætlunin hafi verið að bjarga kleinunum upp úr pottinum áður en slökkt yrði í og nú hefur það verið gert, þ.e. búið er að slátra þeim fiski sem ekki strauk.

    Að vísu virðast menn ekki vera sannfærðir um að reyk hafi aðeins lagt upp úr einu potti þarna fyrir vestan. MAST gengur ekki út frá því að þetta gat, eitt og sér, skýri það magn lausagönguregnboga sem vart hefur orðið við frá miðju sumri. Hvað eru götin þá mörg sem stoppa þarf í og væri ekki ráð að byrja að skoða hinar kvíarnar sem eru á undanþágu frá reglum? Eða það sem betra er, færa þennan iðnað upp á land þar sem fylgjast má með þeim á sokkaleistunum? Nú þurfum við að anda djúpt áður en fleiri undanþágur verða samþykktar eða ný leyfi fyrir sjókvíum, sama hverrar tegundar, verða gefnar út. Það er mál til komið að menn geri sér grein fyrir því að það brennur.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Opinn og hæfilega uppsveigður

    11. febrúar 2017
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Í síðustu viku smellti ég hér inn greinarkorni um lokaðan, uppsveigðan væng votflugu. Það er ekkert leyndarmál að ég hef horft töluvert til flugna Don Bastian þegar kemur að votflugum. Hann hefur haldið því fram að mismunandi vængir votflugu væru mögulega meira fyrir veiðimanninn heldur en silunginn. Á sama tíma tekur hann fram að helst vilji hann veiða votflugu þar sem vængurinn sé hæfilega uppsveigður og vængirnir örlítið aðskildir.

    Opinn vængur, uppsveigður endi
    Opinn vængur, uppsveigður endi

    Don færir rök fyrir því að hæfilega opinn vængur færi flugunni meiri stöðugleika, en á sama tíma líf þegar hann leggst saman og opnast, allt eftir því hvort flugan sé dregin inn eða í pásu. Jú, ég held að ég kaupi þessi rök en síðan er það allt önnur saga hvort þetta skiptir fiskinn einhverju máli.

    Þegar ég fór í gegnum votfluguboxið mitt, þá voru mína ýmist með vænginn lokaðan eða opinn og það sem meira var og það sem meira er; ýmist með uppsveigðan væng eða niðursveigðan.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 70 71 72 73 74 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar