FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Taktu til drengur

    24. september 2018
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Ein algengasta setning sem ég man eftir úr minni æsku er Taktu nú til hjá þér, Kristján. Um daginn tók ég loksins gleymdu fluguboxin úr vestinu mínu, en það var ekki það eina sem ég tók úr því og kannski eins gott.

    Það er ótrúlegt dót sem safnast saman í veiðivestinu yfir sumarið, dót sem maður þurfti nauðsynlega á að halda í eitt skipti yfir sumarið og svo aldrei meir. Auka hnífurinn fór aftur í veiðitöskuna, man reyndar ekkert eftir að hafa sett hann í vestið. Sá hafði eitthvað verið blautur þegar hann fór í vestið og hafði skilið eftir sig ryðblett í vestinu. Svo fann ég þurrflugukremið mitt þar sem það kúrði undir hálf-opnu lokinu þannig að það var farið að storkna, tókst samt að skafa ofan af því og nú er dollan kyrfilega lokuð. Ekkert stórtjón, en óþarfi að láta það storkna alveg yfir veturinn. Annars kann ég langa og mikla sögu af því þegar þurrflugukrem ónefnds veiðifélaga míns týndist hér um árið og við lá að úr yrði hjónaskilnaður. Kremið fannst um síðir í einhverjum djúpum vasa og sá vasi tilheyrði ekki mér.

     

    Auðvitað tæmdi ég tauma-stubba-græjuna mína og þakkaði í huganum kærlega fyrir hana, hver veit hvert allir þessir taumaendar hefðu annars fokið. Ég notaði svo tækifærið og liðkaði töngina mína aðeins, henni var aldrei beitt síðasta sumar og hafði eitthvað stífnað af aðgerðaleysinu.

    Já, það er sitthvað sem þarf að kíkja á áður en gengið er frá veiðigræjunum fyrir veturinn, kannski fleiri en ég þurfi að renna yfir dótið sitt.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Að hausti

    19. september 2018
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Já, nú er haustið að hellast yfir okkur og við getum lítið annað gert í því heldur en njóta þess eins og mögulegt er. Sumir lengja tímabilið langt fram í október og kíkja í sjóbirting á meðan aðrir streða enn við vötnin og nýta þessa góðu daga inni á milli. Svo eru líka þeir sem einfaldlega hengja sitt dót upp og hætta þegar morgnarnir frjósa saman við nóttina.

    Ef þú hefur ekki fengið nægju þína, þá er alltaf möguleiki á fiski í ám og vötnum sem ekki hefur dregið sængina upp fyrir höfuð og lagst fyrir. Þá gæti verið gott að hafa nokkur ráð í huga.

    Síðasta klak flugu er oft mjög seint á ferðinni, það er eins og sumar þeirra vilji koma enn einni kynslóð á koppinn áður en vötnina frjósa. Það má oft sjá töluvert líf í lofti upp úr hádeginu á góðum degi þótt hitastigið sé ekki talið í sumargráðum. Þessar flugur koma upp úr vatninu og því er ekki úr vegi að prófa litlar, mjög litlar púpur og buzzera, já eða hreint og beint þurrflugur.

    Þurrfluga

    Ný kynslóð hornsíla, þ.e. þeirra sem klekjast í maí og júní ár hvert, er komin nokkuð vel á legg síðla sumar og að hausti. Þessi nýja kynslóð lærir það af sér eldri sílum að fæðan þeirra að hausti getur verið nokkuð próteinrík, sérstaklega þar sem silungur hefur verið að hrygna. Hornsíli éta nefnilega hrogn silungsins sem ekki hafa grafist nægjanlega vel í sand eða möl. Eigðu litlar flugur sem líkja eftir litlum hornsílum, silungurinn veit alveg að hornsílin sækja í hrognin og því er hann oft á sveimi við hrygningarstöðvar sínar og étur afæturnar.

    Nobbler afbrigði

    Talandi um flugur sem líkja eftir hornsílum. Prófaðu að bæta einhverju eggjandi við straumfluguna eða Nobblerinn. Gúmmílappir sem dilla sér við inndráttinn, örlítið fleiri glitþræðir sem fanga þannig betur síðustu sólargeislana eða aðeins meira neon í búkinn sem heldur athygli fisksins. Á haustin er nefnilega ýmislegt grugg á ferli í vatninu sem villir um fyrir silunginum, því er um að gera að láta fluguna sína skera sig vel úr.

    Uppáhalds haustráðið mitt er að sofa aðeins lengur, bæta einum kaffibolla við í morgunsárið og jafnvel einni kleinu. Það líður nefnilega aðeins lengri tími á haustin þar til loft- og vatnshiti hefur náð því að kveikja á fæðunni og fiskunum. Eftir næturfrost getur það tekið vatnið töluverðan tíma að jafna sig og þegar nær vetri dregur, þá er þessi tími stundum aðeins örlítill gluggi rétt áður en sólin ferð að síga til viðar og næsta næturfrost gerir var við sig.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ég neita

    17. september 2018
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Ég hef aldrei verið talinn sérstaklega jákvæður maður, kannski vegna þess að ég er að eðlisfari frekar varfærinn maður, þessu neita ég ekki. En ég neita því alfarið að ég hafi í hótunum við nokkurn mann eða hóp manna þannig að þeir sjái að sér og víki frá óviturlegri ákvörðun sem tekin hefur verið fyrir þeirra hönd.

    Ég neita því að standa þegjandi hjá á meðan aðgangi og yfirráðum íslenskrar náttúru er úthlutað eins og hverri annarri auðlind. Íslensk náttúra er ekki bara einhver auðlind sem hver sem er á að geta nýtt og níðst á að eigin geðþótta. Íslensk náttúra er sameign þjóðarinnar, eiginlega mannkyns alls og ég vil standa vörð um það að hver sem er geti notið hennar. Vilt dýralíf í ám og vötnum er hluti náttúrunnar okkar, rétt eins og smágerðasta dýra- og plöntulíf sjávar við strendur landsins.

    Ég neita að trúa yfirlýsingum sérfræðinga um hreinleika sjókvíaeldis við Íslandsstrendur þegar dæmi um hið gagnstæða eru hverjum manni augljós. Hvers vegna hafa fiskeldisfyrirtæki sótt um notkun lúsalyfja hér fyrst laxalús er ekkert vandamál við Ísland eins og haldið hefur verið fram í söluræðum.

    Ég neita að trúa því að sá búnaður sem notaður er við sjókvíaeldi sé eins öruggur og forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækjanna vilja vera láta. Hvaðan kemur allur sá eldisfiskur sem veiðst hefur utan sjókvía við Ísland fyrst kvíarnar eru jafn öruggar og sérfræðingar halda fram.

    Ég neita að trúa því að yfirvöld geti ekki stöðvað þessa stóriðju þegar hún þverbrýtur ákvæði um hvíld svæða sem þó geta tæpast talist nægar.

    Ég neita að trúa því að sú umverfisógn sem raungerðist í Noregi og Skotlandi samfara sjókvíaeldi steðji ekki að Íslandi í dag. Á meðan fiskeldi hafa verið settar þrengri skorður í þessum löndum þá er enn verið að auka við kvóta og umfang sjókvíaeldis hér á landi.

    Ég neita sjókvíaeldi.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Veður í maí

    15. júní 2018
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Það fór víst ekki framhjá neinum að veðurskilyrði í maí voru veiðimönnum ekkert endilega hagstæð. En hvað var það eiginlega sem var svona afbrigðilegt við veðrið í maí? Leikmaður eins og ég get svo sem bara sagt það var kalt og blautt, en það hefur nú áður verið kalt og blautt í maí og samt hefur fiskast. En hver segir að það hafi ekki fiskast í maí? Auðvitað fiskast ekkert ef enginn fer í veiði, en þar með er ekki sagt að það sé ekki fiskur.

    Við höfum heyrt fréttir af ágætri veiði á Þingvöllum, bleikjan kom fyrr upp að og einhver hafði á orði að það væri ekki oft sem bæði urriðinn og bleikjan væru á sama stað eins og kom ítrekað fyrir í maí sem leið. Hlíðarvatn í Selvogi hefur gefið mun betur þetta árið heldur en í fyrra, þar hafa veiðst vænir fiskar og miklu mun fleiri heldur en á sama tíma og í fyrra. Meira að segja eru dæmi þess hjá félögum við vatnið að fleiri fiskar hafi verið dregnir á land það sem af er þessa sumars heldur en allt sumarið í fyrra.

    Veðurfar í maí – heimild: Veðurstofan

    Ef við berum saman nokkur lykilatriði veðurfars s.l. 10 ára í Reykjavík, þá kemur berlega í ljós að síðustu þrír maí mánuðir hafa verið frekar myrkir sé horft til sólarstunda í mánuðinum (gul lína). 2018 er næstum aðeins hálfdrættingur á við 2012 sem þó var ekkert sérstakt í veiði.

    Ef við horfum til meðalhita (rauð lína) þá er maí í ár greinilega töluvert kaldari heldur en í fyrra og reyndar annar kaldasti maí mánuður s.l. 10 ár. Gott og blessað, já það var kalt í síðasta mánuði, svona að meðaltali.

    En hvað með allan þennan vind? Var virkilega meira rok í maí heldur en undanfarin ár? Jú, örlítið meiri meðalvindur (græn lína) heldur en síðustu ár. Við þurfum að fara allt aftur til 2009 til að finna meiri meðalvind, en það ár var aftur á móti næst bjartast og fjórða hlýjasta árið af þessum 10.

    Kemur þá að vætunni, þar sker s.l. maí mánuður sig augljóslega úr með úrkomu upp á 129 mm sem er toppur síðustu 10 ára á meðan að 2012 rigndi innan við 1/6 af þeirri úrkomu.

    Þegar ég ber saman veiðiferðir mínar síðustu ára þá stendur 2014 svolítið upp úr í maí. Þá var einmitt hitinn vel yfir meðallagi, þokkalega bjart og úrkoma undir meðallagi. Sem sagt, mér gengur best í lítilli úrkomu og þokkalegum hita. Ég veiði aftur á móti mun verr þegar það er kalt, en þá fer ég líka síður til veiða þar sem ég er kuldaskræfa. Vindur virðist ekkert hafa áhrif á afla eða fjölda ferða, ég kann nefnilega að snúa mér undan vindi og fiskinum virðist standa alveg slétt á sama þótt hann blási. Sólskynsstundir virðast ekki vera neinn úrslitavaldur, ekki nema þá að ég er léttari í lundu í glampandi heldur en dumbungi og því gæti verið að ég fari oftar í veiði þegar sú gula glennir sig.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hlutföll púpu

    10. apríl 2018
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Þegar lagt er af stað í að hanna og hnýta púpu, þá er góð regla að hafa eitt grundavallaratriði í huga; púpur sækja sér fyrirmyndir til náttúrunnar. Þrátt fyrir fjölbreytileika skordýra, þá eru þau flest bundin af mjög fyrirfram ákveðnum hlutföllum.

    Skottið er jafn langt búkinum í heild sinni sem jafngildir lengd öngulleggs að frádregnum haus flugunnar. Haus flugunnar getur verið nokkuð misstór, en yfirleitt á bilinu 1,5 mm til 3,0 mm. Fálmarar eða fætur púpunnar eru yfirleitt jafn langar skotti hennar. Það sem eftir er af búk púpunnar skiptist jafnt á milli fram- og afturbols hennar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hlutföll þurrflugu

    6. apríl 2018
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Ef maður ætlaði sér að setja fram eina rétta lýsingu á hlutföllum í þurrflugu þá yrðu undantekningarnar frá ‘reglunni’ væntanlega fleiri heldur en góðu hófi gegndi.  Með þokkalegri nálgun má samt setja eftirfarandi teikningu saman og reyna að lýsa því sem skiptir helst máli í þurrflugu.

    Skott hefðbundinnar þurrflugu er jafn langt búk hennar sem nær óskiptur frá haus og aftur að bug önguls. Sé flugan með væng, er hann sjaldnast lengri heldur en öngulleggurinn. Hringvöf flugunnar ættu aftur á móti alls ekki að vera lengri heldur en búkur flugunnar, oft ekki lengri en sem nemur öngulbili króksins.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 56 57 58 59 60 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar