Þegar lagt er af stað í að hanna og hnýta púpu, þá er góð regla að hafa eitt grundavallaratriði í huga; púpur sækja sér fyrirmyndir til náttúrunnar. Þrátt fyrir fjölbreytileika skordýra, þá eru þau flest bundin af mjög fyrirfram ákveðnum hlutföllum.
Skottið er jafn langt búkinum í heild sinni sem jafngildir lengd öngulleggs að frádregnum haus flugunnar. Haus flugunnar getur verið nokkuð misstór, en yfirleitt á bilinu 1,5 mm til 3,0 mm. Fálmarar eða fætur púpunnar eru yfirleitt jafn langar skotti hennar. Það sem eftir er af búk púpunnar skiptist jafnt á milli fram- og afturbols hennar.