Það er ekki aðeins hraði línunnar eða aflið í kastinu sem skiptir máli fyrir það hvernig hún réttir úr sér. Taumurinn og flugan ráða þar miklu.
Ef línan réttir hratt úr sér og taumurinn kippist til baka þegar hún er komin öll fram, þá er taumurinn of stuttur, þ.e. massi hans og flugunnar stemmir ekki. Þú þarft að hægja á yfirlínunni, gefa tauminum meiri tíma til að rétta úr sér. Það er einfaldast að gera með því að lengja í honum.