Það er ekki aðeins hraði línunnar eða aflið í kastinu sem skiptir máli fyrir það hvernig hún réttir úr sér. Taumurinn og flugan ráða þar miklu.
Ef línan nær ekki að rétta úr sér í framkastinu, kuðlast niður með tauminn og fluguna á toppnum, þá er massi taums og flugu of mikill sem gerir það að verkum að yfirlínan ferðast hægar en undirlínan. Undir svona kringumstæðum fer allur vindur úr kasthjólinu og línan nær ekki að rétta úr sér. Athugaðu hvort ekki megi stytta í tauminum.
Senda ábendingu