FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Þessi venjulegi inndráttur

    6. maí 2012
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Smellið fyrir stærri mynd

    Venjulegur inndráttur, þ.e. hvernig við höldum við línuna, veljum okkur tak og drögum hana inn, byrjar yfirleitt á því að við klemmum línuna við stöngina, dæmigert með vísifingri. Síðan tökum við þétt um línuna með vinstri hendinni, þétt við stöngina, léttum á vísifingri stangar handar og drögum línuna inn. Þegar æskilegum inndrætti er náð, tryggjum við línuna aftur með vísifingri og færum hægri hendi aftur að stönginni.

    Það er svo undir hverjum komið hvort hann fellir línuna, þ.e. lætur hana falla lausa í vatnið eða á bakkann eða hringar hana í annarri hvorri hendi eftir inndrátt. Sjálfur vel ég mér mismunandi aðferð til að stjórna inndreginni línu, oftast hringa ég hana í vinstri hendinni, sjaldnar í þeirri hægri. Þetta á sérstaklega við ef ég veiði frá bakka því fátt er meira pirrandi en kasta línu sem legið hefur í sandi og drullu og safnað þannig á sig óhreinindum sem draga verulega úr línuhraða í kasti.

    Ef ég er nú svo lukkulegur að fiskur tekur hjá mér, þá er ég alveg vís með að sleppa allri línu sem ég hef hringað upp því ég vil hafa öll tök og haldir á að stjórna viðureigninni, geta gripið inn í með þeirri vinstri á meðan sú hægri reisir stöngina, stemmir hjólið og heldur spennunni á línunni.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Þungar flugur og línur

    15. apríl 2012
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Oval Cast

    Það getur kostað töluverða æfingu að ná tökum á þungri línu og/eða þungum flugum. Ég eins og margir aðrir hef gengið í gegnum tilraunir með flotlínu og sökktaum sem alltaf hafa viljað flækjast fyrir mér, endalausir vindhnútar og máttlausar framsetningar. Síðar eignaðist ég hægsökkvandi framþunga línu og eitthvað réttist þá úr málum.

    Án þess að vita nákvæmlega hvernig og hvers vegna, tók ég síðar upp á því að breyta bakkastinu hjá mér þannig að ég notaði undirhönd frá upptöku eða framkasti í ávölum boga út til hliðar aftur í öftustu stöðu. Þegar ég náði svo tökum að að skeyta hefðbundnu framkasti við þessar tilraunir mínar fóru þungu flugurnar að komast út án þess að vera fastar í perlufesti vindhnúta.

    Auðvitað var ég ekki að finna upp neitt nýtt eða byltingarkennt, ég var einfaldlega að læra the hard way að kasta með belgískri aðferð, Belgian Cast eða Oval Cast. Auðvitað hefði ég getað sparað mér allar þessar tilraunir með því að leita til kastkennara, en svona er maður nú einu sinni gerður, þarf alltaf að fara erfiðu leiðina að hlutunum.

    Þessi kaststíll nýtist vel við þungar flugur eða þegar við erum með fleiri en eina flugu á taumi. Í bakkkastinu myndum við víðan boga sem hjálpar til að halda flugunum aðskildum þannig að þær flækjast síður. Þrátt fyrir að hamrað sé á þröngu kasthjóli til að ná markvissari köstum þá verðum við að taka til greina að með þungum flugum eða fleiri hefur nýr öflugur kraftur bæst við línuferilinn, þyngdaraflið. Efri línan, þ.e. sú sem flytur fluguna fellur hraðar en ella og því þrengist kasthjólið ósjálfrátt þegar á kastið líður. Kastið sem byrjar í víðum bug með stóru kasthjóli endar þannig í þröngu og mjög hröðu kasthjóli þegar kastið hefur náð fremstu eða öftustu stöðu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hnappurinn á stönginni

    12. apríl 2012
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Þumal-hnappurinn

    Sumt er svo sjálfsagt þegar maður hefur komið auga á það að ósjálfrátt færist roði í kinnarnar, aulahrollur niður bakið. Í einhverju letikastinu um daginn tók ég mig til og horfði á Dynamics of Fly Casting með Joan Wulff.

    Í myndinni fer hún mjög ákveðið yfir öll undirstöðuatriði flugukasta, meðal annars þá bráð sniðugu hugmynd að ímynda sér hnapp á stönginni sem maður ýtir mjög ákveðið á með þumlinum í framkastinu, rétt aðeins til að skerpa á hröðuninni. Þeir voru ófáir pennarnir og reglustikurnar sem fengu að kenna á tilraunum næstu dagana og nú fær stöngin að kenna á æfingunum. Ég er ekki frá því að eitthvað hafi breyst í köstunum, til batnaðar.

    Ummæli

    13.04.2012 – Eiður Kristjánsson – Prófaði þetta í Vífó í morgun. Kom bara nokkuð vel út :)

    Svar: Já, merkilegt hvað svona lítið atriði getur bætt við kastið. Ég þarf aðeins að vinna í kaststílnum þegar ég er með nýju Switch-línuna mína, það er eins og hún kalli á aðeins meiri ákveðni heldur en ég hef tamið mér hingað til. Annars er ég ekkert nema öfundin út í þig að komast í vatnið núna, ekkert útlit fyrir veiði hjá mér um helgina.

    Bestu kveðjur,
    Kristján

    Eisi til baka: Uss, það er hrikalegt. Spáin er frábær, mætti reyndar alveg vera heitara. Vífó var gullfallegt í morgun. Smá gára á vatninu og aðstæður hinar bestar. Það var fluga í loftinu en ég sá ekki einn einasta fisk. Ekki sporð.

    Ég fór 1.apríl og nældi mér þá í tvær bleikjur og einn urriða. Er búinn að fara nokkrum sinnum síðan þá en ekki orðið var við neitt líf.

    Svo er það Varmáin á morgun. Er frekar svartsýnn þar sem fréttirnar úr ánni eru ekki beint upplífgandi. En ánægjan við að standa á bakkanum með stöngina í hendinni, rýnandi í umhverfið, fluguboxin og lífríkið, er engri lík. Eins og þú veist vel :)

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • #5 Í beinni línu

    3. apríl 2012
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Til þess að geta framkallað þröngt kasthjól verður stangartoppurinn að ferðast í beinni línu. Ferill sem fellur í miðjunni kallar fram vindhnúta. Við höfum farið í gegnum þetta í grundvallarreglu #3. En það er önnur bein lína sem ferillinn okkar ætti að fylgja, sá sem við gætum komið auga á ef við værum staðsett fyrir ofan stöngina og horfum niður á kastið. Náum við að halda ferlinum í bæði láréttu og lóðréttu plani, uppskerum við þröngt kasthjól, þröngan línuboga og við eigum mun meiri séns á móti vindi. En það er annar kostur við þröngan línuboga, það er mun auðveldara að stjórna framsetningu flugunnar undir þröngum línuboga heldur en víðum. Víður línubogi er líka ávísun á að við missum línuna niður í fram- eða bakkastinu og við förum að glíma við sama vandann og við lýstum í grundvallarreglu #2.

    Og svona hljóðar síðasta af grundvallarreglum Gammel feðganna eftir að ég hef stytt og sagt með mínum orðum nokkrar af þeim greinum sem skrifaðar hafa verið um The Essentials of Fly Casting. Klippurnar sem ég hef látið fylgja þessum greinum eru úr myndinni Casts that Catch Fish frá On the Fly Production þar sem Carl McNeil fer á kostum í frábærum sýnidæmum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • #4 Krafturinn í kastinu

    30. mars 2012
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Sé tekið mið af eðlisfræðinni þá þurfum við kraft til að hlaða stöngina okkar afli til að skjóta línunni okkar út. Línan fer sára lítið sé ekkert aflið í stönginni. Í þessari grundvallarreglu #4 hafa þeir Gammel feðgar tekið saman nokkur atriði sem við ættum að hafa í huga þegar við leggjum aukin kraft í kastið.

    Jöfn og áreynslulaus hröðun stangarinnar er það sem hleður hana. Toppur hennar ætti að vera á mestum hraða, hafa náð mestri hröðun þegar við stöðvum hana. Of mikill kraftur, of snemma beygir stöngina of mikið þannig að toppur hennar fer niður fyrir lárétt plan í miðju kastinu og við hættum að kasta og förum að hnýta vindhnúta í staðinn. Línan fylgir nefnilega alltaf sama ferli og stangartoppurinn. Lykilatriðið í réttri hröðun stangarinnar er að hún þarf að eiga sér stað jafnt og þétt og án áreynslu. RrrrrróóóóÓ-lega, sagði kastarinn og lagði áherslu á síðasta ó-ið´, stoppaði og lagði stöngina niður í ‚-lega‘.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • #3 Breytilegur kastferill

    27. mars 2012
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Og enn tökum við fyrir eitt af grundvallaratriðum Bill Gammel. Þetta atriði fjallar um feril stangarinnar í gegnum kastið og þörfina á að við getum breytt honum og aðlagað þegar lengist í línunni.

    Þegar við stefnum á tiltölulega stutt kast, t.d. 12‘ notum við stutta færslu stangarinnar frá fremstu yfir í öftustu stöðu. Lengri köst gera kröfu um lengri og hægari færslu stangarinnar. Að þessu sögðu erum við búin að ramma inn enn eina regluna sem gott er að hafa í huga; Stutt lína, stutt færsla. Löng lína, löng færsla. En það er fleira sem við verðum að hafa í huga þegar við glímum við mismunandi línulengd. Með stuttri línu og stuttri færslu hreyfist stangartoppurinn fram og aftur nánast alltaf í sömu hæð og kasthjólið okkar verður þar af leiðandi þröngt. Þegar línan lengist lengjum við í ferlinum og ef við viljum ekki lenda í vandræðum með of stórt kasthjól verðum við að gæta þess vandlega að ferill stangartoppsins verði ekki ávalur, þ.e. munurinn á neðstu og efstu stöðu hans verði ekki of mikill. Það sem hjálpar okkur við að halda ferlinum beinum er auðvitað aukin þyngd línunnar sem við erum að meðhöndla. Lengri lína, aukin þyngd, sem ásamt auknu afli sem við leggjum í kastið sveigir stöngina betur, hleður hana meira og við getum nýtt okkur þetta til að halda stangartoppinum í beinni línu í gegnum ferilinn.

    Með einfaldri samlagninu á reglu #2 og #3 fáum við út; Stutt lína, stutt færsla, stutt bið. Löng lína, löng færsla, löng bið.

    Ummæli

    Siggi Kr : Ég á þessa mynd (Casts that catch fish) og get alveg sagt að þetta er að mínu mati með betri myndum sem útskýra köst og kasttækni. Mæli með því að ef þið hafið einhver tök á að nálgast hana að þið gerið það jafnvet þó þið séuð reyndir kastarar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 9 10 11 12 13 … 19
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar