FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Síðufjaðrir – flanks

    24. júlí 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Síðufjaðrir
    Síðufjaðrir

    Síðufjaðrir koma af svæðinu rétt undir væng fuglsins niður að kvið. Þessar fjaðrir hafa aukið vinsældir sínar jafnt og þétt og margir hnýtarar hafa vegna áferðar þeirra og eiginleika stórlega aukið notkun þeirra og þá sérstaklega í silungaflugur. Helst hafa menn sóst í fjaðrir andfugla enda margar þeirra þeim eiginleikum gæddar að hrinda vel frá sér vatni eins og þær koma af skepnunni.

    Bestu fjaðrirnar eru notaðar í þurrflugur og fíngerðar púpur, en þær stærri í votflugur og smærri straumflugur. Sumir hnýtarar ganga svo langt að segja að góð síðufjöður af önd sé lítið síðri en mun dýrari CDC fjöður og eru óhræddir við að skipta þeim inn fyrir CDC í þekktum flugum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Flís

    21. júlí 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Óþrjótandi efni í þurrflugur
    Óþrjótandi efni í þurrflugur

    Áttu nýjan flísjakka eða peysu? Þvoðu kvikindið og skelltu því svo í þurrkarann einu og sér. Eftir smá stund, meira að segja á lægsta hita, hefur þú eignast eitthvert dýrasta dub-efni sem hægt er að kaupa; þurrflugudub í hæsta gæðaflokki. Nú hafa margir framleiðendur hnýtingarefnis komist að því að fleece (PEP plastefni) er alveg einstaklega heppilegt efni í þurrflugur. Trefjarnar sem sitja eftir í þurrkaranum eru fíngerðar, hreinar og umfram allt fullar af lofti sem er svo vel einangrað innan þráðanna að það er nánast ógjörningur að sökkva þráðunum einum og sér. Sem sagt; tilvalið í þurrflugur.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Frönskukrydd

    9. júlí 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Krydddollur
    Krydddollur

    Ekki alls fyrir löngu miðlaði ég af reynslu minni af íslenskri ull sem dub efni. Einu gleymdi ég þó alveg og það var að nefna hvernig ég geymi dubbið mitt. Auðvitað gæti ég keypt til þess gerðar hyrslur, marghólfa plastbox með götuðu loki. En, það er líka til einfaldari lausn sem mér finnst líka miklu handhægari; boxin undan frönskukryddinu sem fylgir oft með ruslfæðinu úr sjoppunni. Einfalt að þrífa dollurnar, gata lokið með hnýtingarskærunum og málið er dautt. Sjálfur hef ég fært keypta dubið úr plastpokunum yfir í dollurnar ef ekki hefur verið laust í dub-hólfi.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hár

    6. júlí 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Hrosshár
    Hrosshár

    Ýmsar tegundir hárs eru notaðar í hnýtingar, einkum í vængi á stórum hárflugum eða þurrflugum. Algengustu tegundir hárs eru af dádýri, elg og hreindýri. Aðrar tegundir, fíngerðari eru t.d. kálfshár, íkorni og kanína og svo hérahár sem dub efni. Ekki er allt hár dýra eins og mismunandi eftir flugum hvaða eiginleikum menn sækjast eftir. Sem dæmi má nefna að menn sækjast eftir flotinu úr holum hárum elgsins og dádýrsins í þurrflugur á meðan menn sækjast eftir fíngerðu hári íkornans í skott á votflugum.

    Hrosshár er einnig vinsælt til hnýtinga. Hrosshár er holt og flýtur því ágætlega og hentar vel í vængi á þurrflugur þó mun algengara sé að sjá það í uppskriftum fyrir stærri laxaflugur. Svo má alltaf prófa eitthvað nýtt, sjálfur hef ég hnýtt flugur eins og Hérann úr hrosshári sem kom bara ágætlega út. Það er um að gera að prófa sig áfram með efnið sem er næstum á hverjum girðingarstaur við vötnina okkar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Gler

    27. maí 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Glerperlur
    Glerperlur

    Sjaldnast kemur manni í hug ‘hnýtingarefni’ þegar gler kemur til umræðu. En glerperlur, einkum þessar glæru sem notaðar eru í ýmiskonar föndur, eru alveg fyrirtaks hnýtingarefni þegar kemur að því að líkja eftir loftbólum sem skordýrin líma undir kviðinn á sér eða utan um hausinn þegar þau leita upp að yfirborðinu. Rauðar perlur eru síðan alveg tilvaldar í blóðorm, einfaldlega raðað upp á öngulinn, endurkast glersins er alltaf mun eðlilegra heldur en glitrandi tinsels og ekki nándar nærri eins kostnaðarsamt og litað Epoxíð lím. Og ef þú hefur áhyggjur af þyng eða öllu heldur þyngdarskorti glersins m.v. brasskúlur, þá er sára lítill munur þar á.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ull – lopi

    21. mars 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Íslenskur lopi
    Íslenskur lopi

    Flestir veiðimenn kannast við stórar laxaflugur hnýttar úr ull og má þar nefna Frances og Snældu. Í þessar flugur hafa menn notað spunninn íslenskan lopa og þá helst Létt lopa. En það er hægt að gera ýmislegt fleira við lopann heldur en vefja honum sem garni á fluguna.

    Íslenska ullin er þeim fágæta eiginleika búin að hún skiptist í tog og þel. Togið er gróft og ver kindina fyrir bleytu en þelið er fíngerðara og einangrandi. Takist manni að aðgreina þessar tvær tegundir frá hvor annarri, þá er maður komin með tvennskonar efni í dub með mjög mismunandi eiginleikum. Dub úr togi hrindir mjög vel frá sér vatni og hentar því sérstaklega vel í þurrflugur og hástæðar votflugur. Dub úr þeli er fíngert, dregur í sig vatn og hentar vel í kraga og vængstæði í púpur. Það sem sameinar þetta hvoru tveggja er að þetta er endingargott efni og heldur lit mjög vel.

    Hvernig mönnum gengur síðan að aðgreina þessar tvær tegundir veltu mikið á þolinmæðinni, en það má alltaf nota fíngerðan vírbursta eða kamb til að draga togið úr lagðinum. Kannski er ég að tefla á tæpasta vaðið að miðla hér broti úr bókinni The Practical Fly Tyer eftir Royce Dam, en ég læt slag standa því umræddur kafli er aðgengilegur sem sýnishorn á Amazon, en í þessum kafla fjallar Royce um það hvernig útbúa má dub úr ull. Kaflan má einnig nálgast á PDF formi hér. Bókin í heild sinni er ein sú eigulegasta sem hnýtarar geta komist yfir.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 3 4 5 6 7 8
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar