FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Í lok árs

    31. desember 2020
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    Nú líður að lokum þessa 10. árs sem FOS.IS hefur verið í loftinu. Þetta hefur verið bæði viðburðaríkt og sérstakt afmælisár svo ekki sé meira sagt. Ef það er eitthvað sem þetta ár hefur kennt manni, þá er það að meta alla litlu hlutina sem undir venjulegum kringumstæðum væru sjálfsagðir.

    Þegar þetta brölt mitt fór af stað var tilgangurinn í raun sá einn að halda utan um veiðiferðir, skrá afla, það agn sem fiskurinn tók, tíðarfar og þar fram eftir götunum. Þessar færslur eru nú orðnar í miklum minnihluta þess efnis sem birtist á síðunni og á nýju ári er eins líklegt að snið þeirra breytist eitthvað, það þykir víst ekki lengur smart að geta afla í veiðisögum nú til dags.

    Eins og sjá má á myndinni hér að ofan, þá hefur verið nokkuð jafn stígandi í heimsóknum á síðuna þessi 10 ár, ef undan eru skilið árin 2016 og svo það ár sem nú er að líða með rétt um 195.000 heimsóknir. Í einhverju gamni lét ég það út úr mér í upphafi þessa árs að það væri nú gaman að geta rofið milljóna múrinn á árinu, en það skeikaði svo nam 15.000 heimsóknum. Eins og segir; það gengur bara betur næst og ef að líkum lætur skríður heimsóknatalan yfir milljónina fljótlega upp úr áramótunum.

    Síðan tók smávægilegum breytingum á árinu, ekkert stórkostlegum þó. Fjöldi greina var svipaður og síðustu ár og það sama má segja um efnistökin. Þau hafa verið og halda áfram að vera það sem mér dettur í hug að setja í orð út frá eigin reynslu og tilraunum.

    Febrúarflugur voru að vanda í samnefndum mánuði og tókust frábærlega. Aldrei hafa fleiri fylgst með, aldrei hafa fleiri sótt viðburði sem tengdust átakinu og aldrei hafa jafn margar flugur verið settar inn á hópinn á Facebook og þar með hér á síðuna. Kosturinn við Febrúarflugur er að fjöldatakmarkanir ættu að hafa lítil sem engin áhrif á þátttökuna og það er staðfest að næsta átak hefst 1. febrúar 2021 og stendur til 28. febrúar, sama hvaða sóttvarnarreglur verða í gildi.

    Fastur liður á þessum degi ár hvert hefur verið að ýta nýju ári úr vör með dagatali komandi ársins sem jafnframt þjónar lesendum sem flóðatafla árdegis- og síðdegisflóða, tímasetningu sólriss og sólarlags, sem og stöðu tungls og þar með stærsta straums. Dagatalið eða flóðatöfluna má nálgast með því að smella hérna.

    Að þessu sögðu óska ég lesendum FOS.IS gleðilegast nýs veiðiárs og þakka ykkur öllum kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Gleðilega hátíð

    24. desember 2020
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    FOS.IS og Vatnaveiði -árið um kring óska lesendum sínum gleðilegrar hátíðar og fjölda veiðilegra jólapakka.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • 24. desember

    24. desember 2020
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    Ljómandi fallegar bleikar marabou fjaðrir komu úr þessum síðasta dagatalspakka ársins. Uggagæir ku vera afbrigði af jólasveini, meiri gæi heldur gægir og virðist í nokkuð nánu sambandi við veiðifélaga minn sem á þessum árstíma fer að sverma fyrir bleikum Nobbler.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • 23. desember

    23. desember 2020
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    Fjúkk, hin gamalkunni veiðisveinn Blautitási reddaði þessu með því að setja stakan sokk í pakka dagsins.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • 22. desember

    22. desember 2020
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    Það má greinilega teygja og toga nöfn jólasveinanna, rétt eins og þetta hnýtingarefni. Bleikjusleikir hefur greinilega ákveðna vinyl rip flugu í huga.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • 21. desember

    21. desember 2020
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    Ef þið rekið augun í veiðimann, hoppandi um á öðrum fæti næsta sumar, þá gæti það verið ég. Litli pungur laumaði einum sokk í pakka dagsins (Litli pungur er virkilega nafn á jólasveini, sjá Wikipedia)

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 7 8 9 10 11 … 81
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar