FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Flóðatafla 2026

    16. október 2025
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    Ert þú ert á meðal þeirra 168.000 gesta sem kíkja reglulega á flóðatöfluna á FOS og ert að plana næsta ár í veiði, sjósundi eða einhverju öðru því sem tengist flóði og fjöru? Þá gæti það glatt þig að flóðataflan fyrir 2026 er komin inn á FOS.

    Ef þú ert ekki komin svo langt að spá í næsta ár, þá getur þú auðveldlega sótt töfluna fyrir 2025, meira að segja fyrir 2024 ef þú ert að spá í fortíðina.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Teppahreinsarinn

    2. júní 2025
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    Í gegnum tíðina hafa lesendur FOS verið duglegir að skjóta fyrirspurnum og beiðnum um ákveðið efni á undirritaðann sem reynt hefur verið að verða við. Í skilaboðum hefur tvær flugur borið nokkuð oft á góma og hér verður, þó seint sé, orðið við uppskrift að annarri þeirra; Teppahreinsarinn eftir Örn Hjálmarsson.

    Smelltu hér eða á myndina að neðan til að skoða uppskriftina að flugunni eins og Örn lét FOS í té ásamt eintökum flugunnar til myndatöku.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Má bjóða þér Rauð-Vín?

    30. maí 2025
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    Já, þetta er ljómandi gott rauðvín og hæfir öllum aldurshópum silungsveiðimanna. Þó silungsveiðin sé komin vel af stað í þessu ljómandi góða árferði sem verið hefur síðustu vikur og vel flestir silungsveiðimenn búnir að fylla í boxin sín, þá má alltaf bæta í þau. Hér er á ferðinni fluga sem vakti töluverða athygli í Febrúarflugum 2025 og hefur reynst vel í urriða og bleikju, bæði staðbundnum og göngufiski.

    Sökum mikillar eftirspurnar hefur flugunni Rauð-Vín verið bætt inn á FOS og það þótti tilvalið að fá nokkur eintök frá höfundi flugunnar, Jóhanni Ólafi Björnssyni til að sitja fyrir á mynd fyrir FOS. Þú getur smellt hér eða á myndina að neðan til að skoða uppskriftina að þessari flugu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Black Spider

    12. febrúar 2025
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    Það þarf svo sem ekkert að koma á óvart að FOS birti flugu sem fáir, ef þá nokkrir nota. Undirrituðum finnst einfaldlega gaman að grufla í sögu flugna og eltast við upplýsingar sem finna má í gömlum bókum sem hann safnar. Að þessu sinni er farið allt aftur til 1857 í bókina með stutta nafninu; The Practical Angler or the art of trout-fishing more particularly applied to clear water. Já, þeir voru ekkert að spara nöfnin á veiðibækurnar á tímum Viktoríu drottningar. Ef þú vilt vita eitthvað meira og jafnvel kafa enn dýpra, þá getur þú smellt á myndina hér að neðan og kíkt á það sem ég hef dregið saman um þessa klassísku silunga- og laxaflugu sem ættuð er frá Skotlandi.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Sú átti að vera þessi

    9. febrúar 2025
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    Nei, nei, ekki þessi fyrir neðan, heldur þessi. Það var nefnilega hnippt í undirritaðan og honum vinsamlegast bent á að rauða flugan hennar Helgu gengi undir nafninu Þessi Rauða, en ekki Sú Rauða. Beðist er velvirðingar á þessu klúðri undirritaðs og nú hefur nafn flugunnar verið leiðrétt og hún færð til um stað á síðunni yfir Flugur hér á FOS.

    En af því að það er sunnudagur, þá var 148. flugunni bætt inn á FOS í morgunsárið. Að þessu sinni stóðst ég ekki mátið að bætti enn einni gamalli, klassískri votflugu í safnið. Þessi er að öllum líkindum ensk, birtist fyrst í bók Mary Orvis Marbury, Favorite Flies árið 1892 á bls. 220 og 222. Smelltu á myndina hér að neðan til að skoða betur flugu nr. 148 sem birtist hér á síðunni.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Nú er það rautt …

    5. febrúar 2025
    Fréttir

    Upp

    Forsíða

    Ef það hefur farið framhjá einhverjum, þá eru Febrúarflugur í gangi einmitt núna. Ein þeirra flugna sem brá fyrir í Febrúarflugum fyrir nokkrum árum var Þessi rauða frá Helgu Gísladóttur. Það var kannski eins gott að undirritaður var ekkert að æsa sig að krefja Helgu um uppskrift að flugunni, því sú sem birtist hér fyrst var hálfgerður unglingur, ekki búin að taka út fullan þroska eins og hún virðist hafa gert núna. Feikilega vinsæl fluga í Veiðivötnum og víðar, hef meira að segja heyrt af henni lítið dressaða á votflugukrók #12 fyrir lækjarsprænur þar sem hún gerði góða hluti. Þessi Rauða er fluga nr. 147 sem birtist hér á FOS. Þú getur skoðað uppskriftina að flugunni með því að smella á myndina hér að neðan.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
1 2 3 … 81
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar